en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8570

Title: 
 • is Ofþyngd og offita grunnskólabarna: Könnun á verklagi íslenskra skólahjúkrunarfræðinga
Submitted: 
 • May 2011
Abstract: 
 • is

  Skólahjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í heilsueflingu nemenda og vinna í nánu samstarfi við foreldra og starfsfólk skólans. Hins vegar er ekki vitað hvernig íslenskir skólahjúkrunarfræðingar eru að sinna of þungum og of feitum börnum. Því var tilgangur rannsóknarinnar að kanna verklag íslenskra skólahjúkrunarfræðinga, meðal annars heilsueflingu, skimun og meðhöndlun í tengslum við ofþyngd/offitu grunnskólabarna.
  Rafrænn spurningalisti var sendur til allra (n=120) skólahjúkrunarfræðinga á landinu. Spurningalistinn var þýdd og staðfærð stutt útgáfa mælitækisins Minnesota School Nurse Survey. Svör fengust frá 92 skólahjúkrunarfræðingum (76,7%). Við úrvinnslu gagna var notast við lýsandi tölfræði, t-próf óháðra úrtaka, krosstöflur og kí-kvaðrat próf.
  Niðurstöðurnar sýndu að 66% skólahjúkrunarfræðinga höfðu veitt foreldrum ráðgjöf vegna þyngdar barns og 62% höfðu veitt of þungu eða of feitu barni ráðgjöf en einungis 28% höfðu veitt kennara ráðgjöf vegna þyngdar nemenda. Ekki var munur á verklagi skóla-hjúkrunarfræðinga milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar, nema að á landsbyggð-inni mældu þeir blóðþrýsting of þungra og of feitra barna marktækt oftar, tóku oftar þátt í heilsutengdum stýrihópum og skrifuðu oftar pistla um heilbrigði. Mikilvægt er að skóla-hjúkrunarfræðingar haldi áfram heilsueflingu og forvörnum til að sporna gegn offitu barna ásamt því að skima fyrir og meðhöndla of þung og of feit börn.

Accepted: 
 • May 18, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8570


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Offita barna.pdf476.18 kBOpenHeildartextiPDFView/Open