is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8572

Titill: 
  • Leikþáttur í borgarumhverfi : skynjun og félagslegar athafnir á ferðalögum um borgina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Leikrit borgarinnar fjallar um margvíslegar athafnir þar sem fólk kemur saman; í stuttu máli sagt fjallar það um borgarlíf. Borg er kerfi sem þarf að vera sveigjanlegt að þörfum fólksins sem byggir borgina, býr þar og á samskipti. Ferðalög á milli staða í borginni eru grundvöllur fyrir því að borgarlíf myndist.
    Ferðalögin eru farin í margvíslegum tilgangi og eru ýmsar tegundir ferðamáta notaðar til þess að komast á milli staða. Samband ferðalangs og borgarumhverfisins sem og samskipti við aðra ferðalanga eru til umfjöllunar í ritgerðinni. Skipulag borgarinnar hefur áhrif á ferðalagið; fjölbreytt upplifun og félagsleg samskipti endurspegla gott og breytilegt kerfi. Ferðamáti er mikilvægur þáttur í umfjölluninni en skynjun vegfaranda á umhverfinu er breytileg eftir því hvaða ferðamáti er notaður.
    Reykjavík er ung borg og skipulagið er enn að reyna að finna þann farveg sem þjónar borgarbúum best. Kerfi borgarinnar er í dálítilli óreiðu og ekki er jafnvægi á milli allra þátta þess. Fjallað er um valda þætti í sögu skipulagsins og viðhorf til reykvísks borgarsamfélags. Að koma reiðu á óreiðuna er verðugt markmið og bent verður á aðgerðir sem gripið hefur verið til erlendis til þess að koma kerfinu í jafnvægi, dýpka upplifunina með áhugaverðu borgarumhverfi og styrkja innviði borgarsamfélagsins með virku borgarlífi.

Samþykkt: 
  • 18.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf131.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna