is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8574

Titill: 
  • Hugur og hönd : hugleiðing um tengsl huga og líkama í arkitektónískri tjáningu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tölvur og tölvunotkun heimsbyggðarinnar er samofin daglegu lífi og hefur stóraukist undanfarin áratug. Efasemdir hafa þó vaknað um kosti þess að nota slíka tækni við listsköpun og vangaveltur eru um færni arkitektsins til að tjá listsköpun sína í gegnum tölvu. Hafa höndin og blýanturinn einhverja sérstöðu sem tölvan fær ekki leikið eftir?
    Við byrjum ung að reyna að tjá okkur með þessum miðli, jafnvel áður en við höfum náð tökum á okkar eigin tungumáli. Teikningin er alþjóðlegt tungumál sem allir geta tileinkað sér og lært. Togstreita ríkir á milli þeirra sem líta á tölvuna sem þarfan miðil og þeirra sem upphefja handverk arkitektsins, blaðið, reglustikuna, sirkilinn og blýantinn. Það er augljóst að arkitektúr sem á að stuðla að lífsgæðum fólks verður að taka á öllum skilningarvitunum samtímis og blanda saman ímyndun af sjálfinu og reynslu okkar af heiminum. Vil ég meina að hæsta stig vitundar og þar af leiðandi tjáningar náist í samhljómi hugar og handar. Ég tel líklegt að byrjandi sem lærir beint á tölvu missi mikilvægan kafla úr ferlinu, fari á mis við dýpt og geti þar af leiðandi ekki öðlast nægilegan skilning á eigin sköpunarverki. Arkitektar í dag mega ekki gera lítið úr starfsgreininni né forverum sínum sem sköpuðu listaverk sem enn í dag njóta aðdáunnar. Þeir sáðu fræjum sem við eigum að hlúa að, leyfa að vaxa og þroskast og nýta okkur, til þess var ætlast.

Samþykkt: 
  • 19.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf161.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna