is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8575

Titill: 
  • Gatan í borgarrýminu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gata er aldrei án samhengis. Það eru fjölmargir þættir sem koma við sögu til að gera götu að því sem hún er. Götur í borgum hafa sérstakt hlutverk og er því vandmeðfarið að rækta þær og gera þeir vænlegar fyrir alla. Þar sem þær eru einn stærsti hluti borgarinnar er mikilvægt að þær séu ákjósanleg ferða- og almenningsrými. Farið er í ólíkan skilning á hugtakinu gata. Hlutverk götunnar sem staðar er í meginatriðum það sem skilur göturýmið frá götu. Staðartilfinningin er ein af undirstöðum ríkulegs og gefandi umhverfis. Göturýmin sem myndast á milli húsa skipta máli þegar kemur að þeirri upplifun sem gatan býður upp á. Borgin þarf að halda vel utan um það samfélag sem við lifum í og ekki má gleyma að borgin mótar líka samfélagið. Skipulag borga hefur mikil áhrif á göturýmin. Ef gatnaskipulag er hornrétt eru göturýmin flöt og leiðinleg. Þegar göturýmin eru bogin eru þau fjölbreyttari og meira gefandi fyrir vegfarendur. Þéttbýli myndaðist seint í Reykjavík. Um 1900 byrjuðu fyrstu hverfin að myndast. Fyrsti skipulagsuppdrátturinn 1927 var með göturýmum og samfelldri húsabyggð. Seinna tók bíllinn öll völdin og gatnaskipulag tók við af göturýmunum sem hurfu. Nýr borgarbragur er stefna sem kom fram á áttunda áratugnum sem svar við einokun einkabílsins. Um þessar mundir er mikil vakning í þjóðfélaginu til að gera götuna aftur að stað þar sem fólkið er í forgang en ekki bíllinn.

Samþykkt: 
  • 19.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna