is Íslenska en English

Lokaverkefni Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild > Lokaritgerðir (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8579

Titill: 
  • Uppreisn Hundertwassers gegn módernismanum : Húsið í Vínarborg
Skilað: 
  • Janúar 2011
Útdráttur: 
  • Friedensreich Hundertwasser (1928-2000) var heimsfrægur austurrískur myndlistarmaður, sem hafði mikinn áhuga á arkitektúr, en var ekki lærður arkitekt. Síðustu tvo áratugi ævi sinnar fékk hann tækifæri til þess að hanna hús og umbreyta í samvinnu við lærða arkitekta. Eitt frægasta verk hans er svonefnt Hundertwasserhaus, fjölbýlishús í Vínarborg, reist á árunum 1983-1985. Markmið hans var að byggja hús, sem væru sniðin að þörfum og óskum íbúanna. Hann gagnrýndi módernískan arkitektúr harðlega fyrir að hafa brugðist í því hlutverki og taldi sig geta bent á aðrar leiðir. Í stefnuyfirlýsingu hélt hann því fram að leyfa ætti fólki að byggja eftir eigin óskum. Fjallað verður um gagnrýni Hundertwassers og annarra arkitekta á módernismann, og sagt frá því hvernig hann hugðist bæta úr með hönnun fjölbýlishúss á vegum borgaryfirvalda í Vínarborg. Húsinu er lýst. Það er litríkt með skreytingar af ýmsu tagi, íbúðirnar hver með sínu sniði, yfirborð margra flata, veggja og gólfa, er óslétt, gluggar ekki í beinni línu og af mörgum gerðum. Hann sýndi í verki hugmyndir sínar um „gluggarétt“ og „trjáskyldu“ og hvernig færa mætti náttúruna inn í borgina með þakgörðum, og grasi grónum þökum. Margir arkitektar og fjölmiðlar gagnrýndu húsið harðlega í upphafi, og það er enn umdeilt. Flestir íbúanna eru ánægðir með það. Fjallað verður um gagnrýni á húsið og spurt hvað læra megi af Hundertwasser.

Samþykkt: 
  • 19.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8579


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf925.1 kBLokaðurHeildartextiPDF