is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8580

Titill: 
 • Sjónsteypa : aðferðir og eiginleikar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Steinsteypa hefur verið notuð við mannvirkjagerð á Íslandi frá því seint á 19.öld. Allt frá því hafa menn þróað með sér aðferðir til að nýta kosti steinsteypunnar á hina ýmsu máta. Ein aðferð, sem notið hefur aukinna vinsælda meðal hönnuða á síðustu árum, er svokölluð sjónsteypa. Sjónsteypa er ómeðhöndlað steypuyfirborð með ákveðnum útlitseiginleikum, sem ráðast af stærstum hluta af því hvernig steypumót eru notuð. Ekki eru allir sammála um skilgreiningu á orðinu sjónsteypa. Sumir kalla málaða, ópússaða steypu sjónsteypu en í þessari ritgerð verður aðallega fjallað um ómálaða sjónsteypu.
  Það er mikill vandi að ná fram góðri sjónsteypu. Að mörgu þarf að huga og þarf samstarf arkitekta og verkfræðinga að vera gott. Arkitekt ræður því hvort og þá hvernig sjónsteypa er notuð og ræðst það að eðli verkefnis. Sjónsteypa hefur enga tæknilega eiginleika fram yfir steinsteypu.
  Arkitekt notar því sjónsteypu í fegurðarskyni frekar en í sparnaðarskyni. Sjónsteypa hefur áhrif á annað efnisval og er hægt að nota hana til að ná fram fínleika annara efna en einnig er hægt að nota hana til að skapa blæbrigði milli efna. Þegar sjónsteypa er notuð verður hönnuður að gera sér grein fyrir því að sjónsteypuflötur getur haft hugræn áhrif á þann sem á hann horfir.
  Eins og fram hefur komið eru ekki allir sammála um skilgreiningu á orðinu sjónsteypa. Höfundur er í þeim hópi sem skilgreinir sjónsteypu sem ómeðhöndlað steypuyfirborð. Ef sjónsteypa er máluð minnkar efniskennd, þó svo að yfirborðsáferðin haldi sér.
  Höfundur er mjög hrifinn af ómeðhöndlaðri sjónsteypu en telur þó að notkun sjónsteypu í byggingar krefjist ákveðins hugrekkis. Höfundur vonar að í framtíðinni eigi hann eftir að ná að safna nægum kjarki til að nota sjónsteypu við hönnun bygginga.

Samþykkt: 
 • 19.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf688.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna