is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8584

Titill: 
 • Fjölskylduhjúkrun: Heimildasamantekt um þarfir og líðan fjölskyldna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur og markmið: Markmiðið er að fjalla almennt um hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar og um rannsóknir sem unnar hafa verið á fjölskyldum. Árið 2007 hófst innleiðingarferli fjölskylduhjúkrunar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og er áætlað að því ljúki árið 2012. Verða þá kynntar íslenskar rannsóknir er varða innleiðingarferlið og árangurinn af því. Áhrifaríkar leiðir til að stunda fjölskyldu-hjúkrun eru til dæmis Calgary fjölskyldulíkanið sem byggir á hugmyndafræði frá árinu 2005. Hugtakið fjölskylda getur verið víðtækt því einstaklingar eru mismunandi og misjafnt hvernig fjölskyldur eru uppbyggðar. Fjallað verður nánar um fjölskylduskilgreiningar í verkefninu. Þegar talað er almennt um fjölskyldu er átt við hóp tveggja eða fleiri einstaklinga sem tengdir eru sterkum böndum. Þrjár rannsóknarspurningar voru lagðar til grundvallar: Hverjar eru hjúkrunarþarfir fjölskyldu sjúklinga sem fara í aðgerðir?. Hvaða þættir eru það sem eru mikilvægastir í þörfum fjölskyldumeðlima?. Hvaða þættir eru það sem fjölskyldumeðlimir láta í ljós varðandi tjáningu á líðan við veitta fjölskylduhjúkrun?
  Aðferðafræði: Gagna var aflað úr gagnagrunnum og tímaritum um fjölskylduhjúkrun sem aðgengileg eru rafrænt. Heimildaleitin takmarkaðist við árin 2000-2011 Leitarorðin sem voru notuð við heimildaleit voru: family, surgery og family nursing. Tólf greinar fundust og voru notaðar til að svara ofangreindum rannsóknarspurningunum.
  Niðurstöður: Fjölskyldumeðlimir aðgerðarsjúklinga tjáðu helstu þarfir sínar vera fyrir stuðning, fræðslu og upplýsingar í veikinda-, aðgerðar- og bataferli ástvina sinna.
  Stuðningur, fræðsla og gott upplýsingaflæði eru því lykilatriði í árangursríkri fjölskylduhjúkrun.
  Ályktun: Ljóst er að fjölskylduhjúkrun sem er fjölþætt er mikilvæg í starfi hjúkrunarfræðinga á hvaða klíníska sviði sem er. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk sé meðvitað um þarfir og líðan fjölskyldunnar við veikindi sjúklinga á stofnunum. Fjölskyldan skiptir sjúklinginn miklu máli með tilliti til líðan hans, framvindu í veikindum og bataferli.

Samþykkt: 
 • 19.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölskylduhjúkrun.pdf295.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna