is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8585

Titill: 
 • Skimun fyrir þunglyndi aldraðra. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þunglyndi er algeng geðröskun meðal aldraðra. Mikilvægt er að skoða hvernig staðið er að skimun og meðferð fyrir aldraða á þunglyndi. Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða rannsóknir sem tengjast þunglyndi aldraðra og hvernig það er metið. Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um mikilvægi skimunar og hvort bæta megi þá þjónustu innan íslenska heilbrigðiskerfisins.
  Erlendar rannsóknir sýna fram á að þunglyndi aldraðra sé oft vangreint. Þar sem þessi aldurshópur hefur oft margþætt heilsufarsvandamál er hætt við að einkenni þunglyndis séu ekki greind nægilega markvisst. Svo virðist sem of fáir séu greindir og meðhöndlaðir við þunglyndi en einnig sýna niðurstöður rannsókna fram á að í mörgum tilfellum sé meðferð ekki nægilega árangursrík. Með því að skima reglubundið fyrir þunglyndi aldraða má bera kennsl á þá sem þurfa á frekara mati að halda. Árangursrík meðferð getur dregið úr neikvæðum áhrifum þunglyndis hjá þessum aldurshópi. Á íslenskum hjúkrunarheimilum er gert RAI mat og í því er skimað fyrir þunglyndi. Misjafnt er hversu mikið hjúkrunarheimilin nýta sér þær upplýsingar við meðferð sjúklinga.
  Mikilvægt er að skima fyrir þunglyndi meðal aldraðra. Hjúkrunarfræðingar eru í ákjósanlegri stöðu til að greina einkenni þunglyndis og meta þörf fyrir frekari íhlutun.
  Lykilorð: Aldraðir, þunglyndi, skimun

Samþykkt: 
 • 19.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8585


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sunna Eir Haraldsdóttir loka.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna