en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8586

Title: 
  • Title is in Icelandic Próffræðileg athugun á The Short Form (36) Health Survey (SF-36) heilsukvarðanum
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu The Short Form (36) Health Survey (SF-36). SF-36 er 36 atriða sjálfsmatslisti sem ætlað er að meta heilsutengd lífsgæði fólks. Próffræðilegir eiginleikar SF-36 voru athugaðir með því að meta áreiðanleika, réttmæti og þáttauppbyggingu kvarðans. Til að meta samleitni- og aðgreiniréttmæti SF-36 svöruðu báðir úrtakshópar SF-36 kvarðanum og Beck´s Depression Inventory-II en háskólanemendur svöruðu auk þess HL-prófinu, Perceived Stress Scale og Satisfaction With Life Scale. Þátttakendur rannsóknarinnar voru alls 407, þar af 294 (72,2%) háskólanemar og 113 (27,8%) sjúklingar af verkjasviði Reykjalundar. Í heildina sýndu niðurstöður rannsóknarinnar fram á góða próffræðilega eiginleika SF-36. Innra samkvæmni og aðgreiniréttmæti atriða reyndist í flestum tilvikum gott auk þess sem innri áreiðanleiki allra undirkvarða var oftar en ekki ásættanlegur. SF-36 hafði gott samleitni- og aðgreiniréttmæti við viðmiðunarkvarða rannsóknarinnar auk þess sem hugsmíðaréttmæti kvarðans reyndist gott. Niðurstöður þáttagreiningar sýndu fram á þá tvo meginþætti sem fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á, það er líkamlegan og andlegan þátt heilsu, og komu þeir skýrt fram í báðum úrtakshópum. Að lokum kom í ljós að SF-36 kvarðinn er gagnlegur til að greina á milli ólíkra hópa en heilsutengd lífsgæði virtust að meðaltali vera betri hjá háskólanemendum samanborið við sjúklinga.

Accepted: 
  • May 19, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8586


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni_SF-36_Margrét_Eiríksdóttir.pdf1.47 MBOpenHeildartextiPDFView/Open