Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8594
Samdómaskekkja var metin með hálf-tilraun í vínsmökkun. Byggt á rannsóknum í hagfræði og sálfræði var sett fram sú tilgáta að samdómaskekkja myndi hverfa með aukinni reynslu þátttakenda. Þrír hópar (leikmenn, áhugafólk og sérfræðingar) voru beðnir um að bragða á og meta sjö vín og svara spurningalista. Samdómaskekkja kom greinilega fram hjá öllum hópum þar sem stór meirihluti þátttakenda taldi að öðrum þætti sama vín og þeim best þrátt fyrir að niðurstöður gæfu það ekki til kynna. Samdómaskekkja var ekki minni hjá þeim hópum sem höfðu meiri reynslu af vínsmökkun. Niðurstöðurnar styðja rannsóknir þess efnis að margar skekkjur séu harðgerar (robust) en ekki þá kenningu að reynsla leiði til þess að skekkjur hverfi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
15.Reynsla_og_samdomaskekkja_Kari_Haukur_Margret.pdf | 218.66 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |