is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8598

Titill: 
 • Tungumál tískunnar : áhrif japönsku fatahönnuðanna á vestræna tísku
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fatahönnuðir þurfa ákveðinn stökkpall til að koma sér af stað í heimi tískunnar. Ungir og upprennandi fatahönnuðir leita til Parísar í þeim efnum en hún hefur verið talin höfuðborg tískunnar frá 17.öld og er það enn í dag. Til þess að komast inn í lokað tískukerfi Parísar þurfa hönnuðir að berjast fyrir sínu og sýna fram á einstakan stíl og hæfileika. Í tískuheimi Parísar á áttunda áratugnum voru nær einungis vestrænir fatahönnuðir. Með innreið japönsku hönnuðanna Kenzo Takada, Issey Miyake og Yohji Yamamoto greiddu þeir leiðina fyrir austræna fatahönnuði inn í tískuheim Parísar.
  Sterk tengsl eru á milli tísku og menningar en menning er mis rótgróin og fylgir tískan henni nær undantekningarlaust. Japönsk menning er sterk og þar er fatamenningin engin undantekning. Kimonoinn er ein elsta og þekktasta flík japanskrar menningar.
  Kimono er klæði sem lýsir vel hefðbundnum hugmyndum um fegurð og kynþokka í Japan en samkvæmt japanskri hefð er kynþokkinn dularfullur og oftar en ekki byggist hann á því sem er falið og sést ekki. Japönsku fatahönnuðurnir Kenzo Takada, Issey Miyake og Yohji Yamamoto tengja saman menninguna frá heimalandinu inn í hönnun sína á mismunandi máta.
  Þeirra nýja og ferska sýn á ímynd kvenmannsins má tengja við þennan forna klæðnað og er ein af þeim ástæðum hvers vegna þeir umbyltu tískuheimi Vesturlanda.
  Þeirra einstöku hæfileikar í sníðagerð og kunnátta í textílþróun hafði mikil áhrif á almenning sem og aðra hönnuði. Sem utanaðkomandi aðilar voru þeir tískuheiminum mikilvægir því nýbreytni og nýsköpun innan hans er stór þáttur í framgangi
  fataiðnaðarins.

Samþykkt: 
 • 19.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8598


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf504.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna