is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8600

Titill: 
 • Stærðfræðikennsla með GeoGebru: Aðferðir, aðstaða og aðgengi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Árið 2010 var íslenska GeoGebrustofnunin sett á fót og er tilgangur hennar að halda utan um fræðslu um forritið GeoGebru og kynna það fyrir stærðfræðikennurum hér á landi. GeoGebra er gagnvirkt rúmfræðiforrit sem hefur vaxið hratt í vinsældum um allan heim síðustu ár. Forritið hefur verið þýtt á yfir 50 tungumál og er einstaklega notendavænt. Þar að auki er aðgangur að GeoGebru ókeypis.
  Tilgangur þessa verkefnis er í fyrsta lagi að gera umfjöllun um notkun forritsins skýra. Með það að markmiði var gerður greinarmunur á nokkrum meginaðferðum þar sem forritinu er beitt í kennslu. Fjallað er um notkun forritsins á almennan hátt, hvenær ber að nota forritið og hvernig.
  Í verkefninu er einnig fjallað um það hvernig GeoGebra er notuð í kennslu hér á landi. Stuttar heimsóknir til þriggja framhaldsskólakennara gefa dæmi um mismunandi notkunarmöguleika GeoGebru. Óformleg könnun var gerð meðal stærðfræðikennara í framhaldsskólum sem hafa kynnt sér forritið. Könnunin sýndi að kennarar höfðu áhuga á forritinu en margir þeirra sáu sér ekki fært að nota það eins og þeir vildu vegna ýmissa hindrana.
  Í þeim tilgangi að kynna forritið betur fyrir framhaldsskólakennurum hefur höfundur hafið þróunarstarf á vefsíðunni Hringfara sem gefur dæmi um verkefni sem er einfalt að nýta í kennslu. Af síðunni má einnig læra sitthvað varðandi hönnun GeoGebruskráa og kvikra vefsíðna. Í verkefninu er skýrt frá áformum um framtíð Hringfara.
  Efnisorð: stærðfræðikennsla, GeoGebra, upplýsingatækni, kennsluforrit, kennsluvefur.

 • Útdráttur er á ensku

  The Icelandic GeoGebra Institute was founded in 2010 to offer training and support for mathematics teachers who want to use GeoGerba in their teaching. GeoGebra is an interactive geometry software which has grown in popularity all around the world over these last years. The software has been translated into over 50 different languages and is considered to be very accessible. In addition GeoGebra is free to use for everyone.
  One part of the purpose of this thesis is to clarify the discussion about the use of the GeoGebra. To that end the different uses of GeoGebra in teaching have been categorised and clarified. The application of the software is discussed in terms of how and why to use GeoGebra.
  The thesis also looks into the use of GeoGebra in Icelandic classrooms. To give examples of the use of GeoGebra in teaching, three different middle school teachers were visited and their methods observed. An informal survey was done among mathematics teachers in Iceland who have been introduced to the software. This survey shows that the teachers are interested in GeoGebra but but various reasons prevent from using it.
  To make it easier to introduce GeoGebra to new users the author has started development of a new website called Hringfari (i.e. Compass) which hold examples of useful GeoGebra applications in class. The site also examplifies a design of GeoGebra constructs and interactive websites. Future plans for the website are laid out in this thesis.
  Key words: mathematics education, GeoGebra, IT, educational software, educational website.

Samþykkt: 
 • 19.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristjan_Staerdfraedikennsla_med_GeoGebru.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna