en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8601

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif hugsanabælingar á tíðni hugsana og líðan. Tengsl við viðbjóðsnæmi og einkenni áráttu- og þráhyggjuröskunar
  • The effect of thought suppression on thought frequency and discomfort and it's relationship with disgust and obsessive-compulsive symptoms
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif hugsanabælingar á tíðni hugsana og líðan, auk tengsla við viðbjóðsnæmi og einkenni áráttu- og þráhyggjuröskunar. Þátttakendur í rannsókninni voru 60 háskólanemar sem voru valdir eftir því hvort þeir voru með hátt eða lágt viðbjóðsnæmi. Allir þátttakendur byrjuðu á að svara spurningalistum um andlega líðan og áráttu- og þráhyggjueinkenni og leystu svo taugasálfræðilegt próf sem metur svarhömlun. Þar næst horfðu þeir á myndband sem hafði þann tilgang að vekja upp viðbjóð. Í kjölfar þess fékk helmingur þátttakenda fyrirmæli um að bæla hugsanir sínar niður á meðan hinn helmingurinn átti aðeins að fylgjast með hugsunum sínum. Síðasti hluti rannsóknarinnar var forðunarpróf sem samanstóð af sex skrefum sem þátttakendur voru beðnir um að ljúka. Helstu niðurstöður sýndu að hugsanabælingin olli ekki þversagnakenndum áhrifum líkt og búist hafði verið við en bælingin virtist þó koma í veg fyrir eðlilega minnkun í tíðni hugsana. Sömu áhrif mátti sjá í tengslum við líðan, einkum viðbjóðs- og ógeðstilfinningu, þar sem bæling hugsana gerði það að verkum að það dró síður úr tilfinningunni. Hugsanabæling virðist því ekki vera gagnleg aðferð þegar kemur að því að takast á við uppáþrengjandi hugsanir, heldur þvert á móti. Niðurstöður sýndu engin tengsl á milli tíðni hugsana við hugsanabælingu og viðbjóðsnæmis. Það reyndust aftur á móti vera tengsl á milli viðbjóðsnæmis og frammistöðu á forðunarpófi þar sem þátttakendur sem voru með hátt viðbjóðsnæmi luku færri skrefum og skýrðu frá verri líðan í kjölfar þess en þeir sem voru með lágt viðbjóðsnæmi. Engin tengsl komu fram á milli hugsanabælingarinnar og forðunarprófsins.

Accepted: 
  • May 19, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8601


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Áhrif hugsanabælingar á tíðni hugsana og líðan - Tengsl við viðbjóðsnæmi og einkenni áráttu- og þráhyggjuröskunar.pdf638.29 kBOpenHeildartextiPDFView/Open