is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8602

Titill: 
  • Félagastuðningur og streita meðal lögreglumanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að mæla streitu, félagslegan stuðning og lífshamingju lögreglumanna, auk þess að meta þau sálrænu stuðningsúrræði sem eru í boði fyrir þá. Þátttakendur voru 287 lögreglumenn af öllu landinu, 248 karlar og 31 kona. Átta þátttakendur gáfu ekki upp kyn sitt. Fjórir spurningalistar, auk bakgrunnsspurninga, voru lagðir fyrir þátttakendur: Spurningalisti varðandi sálrænan stuðning við lögreglumenn, PSQ-Op sem mælir verkefnatengda streitu lögreglumanna, PSQ-Org sem mælir stjórnsýslutengda streitu lögreglumanna, MSPSS sem mælir upplifaðan félagslegan stuðning og SWLS sem mælir lífsánægju. Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur þekktu ekki nógu vel hvaða stuðningsúrræði væri í boði fyrir þá og fannst vanta kynningu á þeim, en voru ánægðir með þá þjónustu sem þeir höfðu fengið og jákvæðir gagnvart sálrænum stuðningsúrræðum. Streita mældist minni nú en í rannsókn Ólafs Kára Júlíussonar (2008) og ekki var munur á verkefnatengdri og stjórnsýslutengdri streitu. Skortur á starfsfólki var það atriði sem þátttakendum þótti mest streituvaldandi. Þá var neikvæð fylgni á milli streitu annars vegar og félagslegs stuðnings og lífsánægju hins vegar.

Samþykkt: 
  • 19.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8602


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TinnaJoh-BS.pdf2.36 MBLokaðurHeildartextiPDF