is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8604

Titill: 
 • Listin að stela : áhrif höfundarréttar í fatahönnun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er byggð á vangaveltum er varða höfundarrétt á fatahönnun, hugsanlega áhrif hanns á frálsa skapandi tjáningu, hvernig hann er skilgreindur,hvernig hann er nýttur og hvort hann þjóni þeim tilgangi sem honum er ætlað að gera.
  Þetta er skoðað með því til hliðsjónar að fatahönnunar iðnaðurinn byggist af mikklu leiti á stælingu
  Viðfangsefnið er nálgast með því að fara yfir merkingu á hugtakinu tíska, sögu hennar hvernig hún verður til og hvaða þýðingu hún hefur fyrir okkur. Það er farið yfir hvernig fatahönnuðir sækja sér innblástur og reynist það oft vera eitthvað sem á sér sögu eða fortíð.
  Skoðað verður sérstaklega umræðuna sem á sér stað í Bandaríkjunum, en þar hafa höfundarréttarlög undanskilið tískufatnað á þeim grundvelli að fatnaður sé fyrst og fremst hagnýtur frekar en listform. Nú nýverið hefur Félagi fatahönnuða í Ameríku (e. Council of Fashion designers in America), tekist að setja saman raunhæfa þingsályktunartillögu um veitingu höfundarréttar á fatnaði. Þessi tillaga hefur vakið upp heitar umræður á milli þeirra sem vinna og hrærast í fatahönnunariðnaðinum í Bandaríkjunum og er þau sjónarmið skoðuð nánar.
  Farið er yfir hvernig tæknileg þróun hefur haft áhrif á þróun mála í hönnunarstuldurs geiranum og hvernig fatahönnunariðnaðurinn hefur tekist á við það. Einnig er kannað hvernig þessu er háttað á Íslandi og þá umræðu sem hefur átt sér stað um að ekki sé borin virðing fyrir verkum íslenskra hönnuða og hönnunarstuldur sé orðið verulegt vandarmál. Þetta er ritgerð sem gerir tilraun við að útskýra vandarmál og vankvæðin við það að ákvarða hvenar höfundarréttur sé þarfur og hvenær ekki. Verður niðurstaðan sú að Höfundarréttarlög , eins og þau eru formuð núna fyrir skapandi greinar, og þá sérstaklega fatahönnun, eru ófullnægjandi og gera ekki það gagn sem þeim er ættlað. Er lagt til í enda ritgerðar, að lausnin gæti valist í að viðurkenna hönnunarstuld sem hluta af þeim veruleika sem við lifum í og reyna að sporna við honum frekar með upplýsingaflæði til neytenda í stað þess að vera í lagalegum varnarleikjum.

Samþykkt: 
 • 19.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8604


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf420.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna