is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8608

Titill: 
  • Stuðningur við jákvæða hegðun (PBS). Árangursmat með beinu áhorfi
Skilað: 
  • Júní 2011
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif innleiðingar á stuðningi við jákvæða hegðun (positive behavior support (PBS)) í þremur grunnskólum í Reykjanesbæ. PBS er agastjórnunarkerfi sem byggir á lögmálum náms og felur í sér einfaldar og áhrifaríkar aðferðir sem áður hafa verið margprófaðar og sýnt fram á að bæti hegðun nemenda. PBS kom til í kjölfar baráttu fyrir réttindum fólks með fötlun og skóla án aðgreiningar. Þróun þess var því upphaflega til að auðvelda börnum með þroskaraskanir að stunda nám í sínum hverfisskóla. Í dag er PBS heildstæð aðferð sem hefur verið aðlöguð fyrir alla nemendur skólans og yfir allar skólaaðstæður.
    Fyrri rannsóknir á árangri PBS hafa skoðað vísanir til skólastjóra og notað sjálfsmatslista sem lagðir hafa verið fyrir starfsfólk og nemendur skóla. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta árangurinn með beinum áhorfsmælingum í langtímarannsókn sem stendur þar til innleiðingu á PBS lýkur í skólunum þremur. Niðurstöðurnar sem eru birtar hér eru frá fyrstu fjórum árum rannsóknarinnar bæði fyrir og eftir að innleiðing PBS í skólunum hófst. Gögnum hefur verið safnað tvisvar á ári frá vorönn 2008. Margliða grunnlínusnið (multiple baseline design) var notað til að meta árangur kerfisins. Helstu niðurstöður benda til þess að áhrifa PBS sé strax farið að gæta í virku eftirliti starfsfólks þar sem hlutfall jákvæðrar athygli við æskilegri hegðun nemenda hefur aukist töluvert á öllum aldursstigum og starfsfólk hunsar mun sjaldnar hegðun nemenda. Starfsfólk bregst þó sjaldan við óæskilegri hegðun nemenda og hún hefur aukist á miðstigi og á almennum svæðum á yngsta stigi. Áhugavert er að sjá hvort breyting verður á því á næstu árum en rannsóknin mun standa í að minnsta kosti tvö ár í viðbót.

Samþykkt: 
  • 20.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8608


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_PBS_KIJ_haskolaprent.pdf27.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna