is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8611

Titill: 
  • Vitsmunaþroski og heilavirkni barna með ADHD
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) er ein algengasta og ein mest rannsakaða röskunin meðal barna. Þó að orsakir hennar séu ekki fyllilega þekktar er ljóst að þær eru af taugalífeðlislegum toga. Rannsóknir á röskuninni hafa þó ekki enn náð að skýra til fullnustu hvaða hlutverk taugalífeðlisleg- og taugasálfræðileg greiningatæki geti gegnt við greiningu röskunarinnar. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að skoða tengsl heilavirkni, mælda með heilaritum og setta fram sem heilaritsaldur, vitsmunaþroska með WISC-IVis og alvarleika einkenna samkvæmt Ofvirknikvarðanum meðal barna greindra með ADHD samkvæmt K-SADS-PL. Þrjár tilgátur voru settar fram: Að vitsmunaþroskamat barna með ADHD væri frábrugðið stöðlunarúrtaki. Að heilaritsaldur væri lægri en lífaldur þátttakenda og að tengsl væru á milli frávika í heilaritsmælingum, vitsmunaþroska og alvarleika einkenna þátttakenda. 143 börn á aldrinum 6.5 til 16.6 ára tóku þátt í rannsókninni. Meðalaldurinn var 10.2 ár og staðalfrávikið 2 ár. Rannsóknin var framkvæmd í samstarfi við Mentis Cura, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Þroska- og hegðunarstöð. Niðurstöður sýndu að þátttakendur voru marktækt lægri á prófhlutum WISC-IVIS samanborið við stöðlunarúrtak. Marktækur munur var á meðaltölum prófhluta málstarfs og skynhugsunar samanborið við vinnsluminni og vinnsluhraða meðal þátttakenda. Meira en helmingur þátttakenda var með ótúlkanlega heildartölu greindar sem einkum var vegna stigamunar á milli prófhluta málstarfs og vinnsluhraða. Heilaritsmælingar leiddu í ljós að um þriggja ára seinkun var á heilaritsaldri þátttakenda samanborið við raunaldur þeirra. Frávik í heilariti hafði að mestu leyti neikvæða fylgni við vitsmunaþroskamat og jákvæða fylgni við alvarleika einkenna. Fylgnin var þó veik. Niðurstöður styðja þá kenningu að ADHD tengist seinkuðum taugaþroska heilans og að röskuninni fylgi frávik í framkvæmdarstjórn hugans.

  • Útdráttur er á ensku

    Attention Deficit Hyperactivity Disorder (ADHD) has one of the highest prevalence rates of childhood neurobehavioural conditions during childhood and is widely researched; however, the efficacy of neuropsychological and neurobiological tests as diagnostic tools is yet to be established for this disorder. This study aimed to examine the relationship between the WISC-IVIS, brain activity measured by an electroencephalogram (EEG) and scores on the ADHD Rating Scale-IV in children who met the Diagnostic and Statistics Manual-IV criteria for ADHD. A total of 142 children aged 6.5 years old to 16.6 years old participated in this study as part of a separate research project. Results showed participants performed poorer on the WISC-IVIS compared to the standardization sample. Performance on the Working Memory and Processing Speed indexes were significantly lower than Verbal Comprehension and Perceptual Organisation indexes. More than half of the participants had significant differences between indexes, therefore their full scale IQ could not be interpreted. Analyses showed this occurred most frequently with Verbal Comprehension index scores being higher than Processing Speed index scores. EEG measurements revealed a delay in brain activity maturation by up to three years. EEG measurements had negative relationship with WISC-IV scores and a positive ADHD Rating Scale-IV as expected, although this correlation did not reach significance. It was concluded that different measurements of the WISC-IVIS, EEG and ADHD Rating Scale-IV were measuring separate aspects of the disorder. The findings support the theory that ADHD is associated with delayed neurological brain maturation and partially support that it is associated with the executive functioning of the mind.

Samþykkt: 
  • 20.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8611


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vitsmunaþroski_og_heilavirkni_ISH.pdf697.48 kBLokaðurHeildartextiPDF