en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8613

Title: 
  • is Fitufordómar og tengsl þeirra við likamsmynd og viðbjóðsnæmi
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • is

    Markmið þessarar rannsóknar var að athuga fitufordóma meðal íslenskra háskólanemenda og tengsl þeirra við líkamsmynd og viðbjóðsnæmi. Þátttakendur voru 1649 nemendur við Háskóla Íslands, 76% konur og 24% karlar á aldrinum 16-76 ára og var meðalaldur þátttakenda 28 ár. Þrír spurningalistar voru sendir á rafrænu formi til nemenda, „Viðhorf til feitra“, „Röskun líkamsmyndar“ og „Viðbjóðsnæmi“. Próffræðilegir eiginleikar spurningalistans „Viðhorf til feitra“ voru kannaðir. Niðurstöður þáttagreiningar sýndu að atriðin hlóðu á sömu þætti og mynduðu undirþættina þrjá í upprunalegri útgáfu spurningalistans. Áreiðanleiki allra spurningalista var hár. Niðurstöður sýndu að nemendur höfðu almennt neikvæðari viðhorf til feitra en komið hefur fram í erlendum rannsóknum. Meðaltal skora á undirkvörðum „Viðhorf til feitra“ var mishátt. Flestir þátttakendur voru ósammála spurningum á undirkvarðanum „Andúð“ en meirihluti þátttakenda voru sammála spurningum á undirkvarðanum „Viljastyrkur“ sem gaf einna helst til kynna neikvæð viðhorf til feitra. Karlar höfðu neikvæðari viðhorf til feitra en konur. Veik neikvæð tengsl voru á milli aldurs og neikvæðra viðhorfa til feitra, yngri nemendur höfðu meiri fitufordóma en eldri nemendur. Líkamsþyngdarstuðull virtist ekki skipta máli í viðhorfum til feitra, bæði feitir og grannir nemendur höfðu neikvæð viðhorf til feitra. Nemendur sem voru næmari fyrir viðbjóði voru líklegri til að hafa neikvæð viðhorf til feitra en líkamsmynd virtist ekki tengjast fitufordómum í þessari rannsókn

Accepted: 
  • May 20, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8613


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Fitufordómar.pdf403.55 kBOpenHeildartextiPDFView/Open