Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/862
Verkefni þetta snýr að því að athuga hvort að hugmyndafræði klasa henti til
eflingar atvinnulífs í Stykkishólmi. Notast var við kenningar Michaels E. Porter
um samkeppnishæfni og klasasamstarf þar sem skoðað var hvað þarf að vera til
staðar til að klasaverkefni nái framgangi.
Við greiningarvinnuna var horft til fyrirliggjandi gagna sem snerta grunngerð
samfélagsins. Þá voru tvær spurningakannanir framkvæmdar. Annars vegar
fyrir fyrirtæki í bænum til að afla upplýsinga um grunngerð þeirra og vilja til
samstarfs. Hins vegar fyrir íbúa bæjarins 18 ára og eldri í þeim tilgangi að
kanna skiptingu í atvinnugreinar, menntunarstig og íbúaþróun. Að lokum var
framkvæmd SVÓT greining til að greina styrkleika, veikeika, ógnanir og
tækifæri í sveitarfélaginu.
Helstu niðurstöður gefa að mati höfunda til kynna að hugmyndafræði klasa sé
nálgun sem geti hentað við eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.
Lykilorð: Atvinnulíf, demantskenning, klasaverkefni, samstarf, sveitarfélag.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ER_VAENLEGT_AD_NOTA_HUGMYND.PDF | 418,1 kB | Takmarkaður | Er vænlegt - heild |