en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8622

Title: 
  • Title is in Icelandic Andstæðuáhrif og Spurningalisti um félagslega svörunarhæfni (SRS). Hugsanlegt vanmat foreldra á systkinum barna með einhverfu
Submitted: 
  • May 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Andstæðuáhrif koma fram þegar foreldrar meta systkini ólíkari en erfðafræðilegur skyldleiki gefur til kynna og fela í sér vanmat á einkennum einhverfu hjá systkinum barna sem greind hafa verið með einhverfu. Vegna hættu á slíkum áhrifum hefur verið lögð meiri áhersla á að nota svör kennara á Spurningalistanum um félagslega svörunarhæfni (SRS) þrátt fyrir að rannsóknir hafi ekki getað sýnt fram á andstæðuáhrif og benda til að lítill sem enginn munur er á svörum kennara og foreldra á listanum. Markmið þessa lokaverkefnis er að kanna hvort andstæðuáhrif séu til staðar í mati foreldra á einhverfurófseinkennum samkvæmt SRS. Aðaltilgátan var sú að systkinabörn ættu að sýna meiri einkenni samkvæmt SRS en systkini en það gefur til kynna andstæðuáhrif. Þátttakendur voru 988 íslensk börn og unglingar á aldrinum 2-18 ára en öll gögn voru fengin frá Íslenskri erfðagreiningu. Hér var um að ræða blandað úrtak af börnum greind með röskun á einhverfurófi og ættingjum þeirra. Niðurstöður sýndu engan marktækan mun á milli systkina og systkinabarna. Þetta bendir til andstæðuáhrifa þar sem systkini ættu almennt að vera líklegri til að sýna meiri einkenni vegna meiri skyldleika við vísitilfelli. Þá virðist sem andstæðuáhrif séu meiri þegar foreldrar meta systkini af sama kyni en virðast koma fram hvort sem um er að ræða yngri eða eldri aldurshópa. Misvísandi niðurstöður koma fram hvað varðar mat á systkinum á svipuðum eða á ólíkum aldri en andstæðuáhrif virðast ekki meiri eftir auknum alvarleika greiningar. Mikilvægustu niðurstöðurnar eru þær að andstæðuáhrif virðast hafa áhrif á mat foreldra á systkinum barna með einhverfu en nauðsynlegt er að kanna frekar eðli og umfang þessara áhrifa svo hægt sé að gera grein fyrir afleiðingum þeirra á skimun og greiningu einhverfurófsraskana.

Accepted: 
  • May 20, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8622


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni_Karen_Lind_Gunnarsdottir_2011.pdf546.75 kBOpenHeildartextiPDFView/Open