Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8630
Í greininni eru skoðaðar nokkrar kenningar sem beina augum manna í aðra átt en eingöngu að tíma og kostnaðaráætlun við markmiðssetningu. Fræðimenn hafa lagt mikla áherslu á að ná árangri í þessum efnum. En nýlegar rannsóknir eru að líta dagsins ljós og nýjar kenningar hafa verið að koma fram. Þessar rannsóknir hafa að stærstum hluta verið gerðar á síðasta áratug og beint sjónum að árangursmiðaðri verkefnastjórnun. Stór hluti þessara rannsókna og umfjöllun í fræðiritum fjalla um þá hvata sem liggja til grundvallar ákvörðun um árangursmiðaða verkefnastjórnun og hvaða leiðir megi fara til að verkefni ljúki á þann hátt sem ætlast er til.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
18.Verkefnastjornun_Eðvald.pdf | 196.81 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |