is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8642

Titill: 
  • Viðbjóðsnæmi og einkenni áráttu- og þráhyggjuröskunar: Áhrif hugsanabælingar á tíðni hugsana og líðan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er lýst niðurstöðum tilraunar þar sem áhrif bælingar viðbjóðstengdra hugsana hjá þeim sem voru háir eða lágir á viðbjóðsnæmi voru könnuð. Þátttakendur svöruðu spurningalistum (DPSS, OCI-R, PI-WSUR, OBQ-44, TAF og HADS) ásamt því að leysa taugasálfræðilegt hömlunarpróf (AB-AC-AB) áður en þeir horfðu á myndband, framkvæmdu hugsanabælingarverkefni og leystu loks hegðunarverkefni sem tengdist viðbjóði. Búist var við því að þeir þátttakendur sem fengu fyrirmæli um að bæla niður hugsanir sínar myndu skýra frá fleiri hugsunum og sterkari tilfinningum, í samræmi við hugmyndir um þversagnakennd áhrif hugsanabælingar. Einnig var því spáð að þátttakendur sem skoruðu hátt á sjálfsmatskvörðum sem mátu einkenni áráttu- og þráhyggjuröskunar hefðu fleiri hugsanir en þeir sem skoruðu lágt. Niðurstöður bentu til þess að munur væri á fjölda hugsana og styrk tilfinninga í takt við tilgátur rannsóknarinnar milli tilraunahóps og samanburðarhóps að lokinni hugsanabælingu. Hins vegar virtust skor á sjálfsmatsspurningalistum ekki hafa tengsl við fjölda hugsana í tilraunaverkefninu. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja því að hluta þá fullyrðingu að hugsanabæling sé ekki gagnleg aðferð til að losna við óþægilegar hugsanir.

Samþykkt: 
  • 20.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Þorri.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna