is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8643

Titill: 
  • Vatn og CO2 í basaltbráð: Undirbúningur og FTIR-mælingar í glerinnlyksum ólivínkristalla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að reyna eina af þeim aðferðum sem nota má til mælinga á vatnsmagni í glerinnlyksum í ólivínkristöllum í FTIR-litrófssjá. Undirbúningur glerinnlyksusýnanna er mjög vandasamur en opna þarf þær báðum megin við pússun á kristallnum og afar lítið þarf til þess að eitthvað fari úrskeiðis.
    Þrjú sýni voru tekin úr hraðkældu basalti á vesturgosbelti Íslands, Stapafelli, pikríti við Grindavík, Miðfelli við Þingvallavatn, eitt tertíert úr Skriðufelli í Þjórsárdal og eitt frá Kistufelli norðan við Vatnajökul, sem er á norðurgosbeltinu. Sýnin voru pússuð, þykktarmæld og því næst mæld í FTIR (Fourier Transform infrared) litrófssjá. FTIR litrófssjáin mælir vatns- og kolefnibindinga en frá þeim mælingum, ásamt mældri þykkt og reiknaðri eðlisþyngd glersins (efnagreining með örgreini) er styrkur vatns og kolefnis metinn.
    Upphaflega átti að bera saman styrk vatns og kolefnis í bráðum vestur- og austurgosbeltanna en þar sem þessi aðferðafræði er erfið og seinleg og mikil afföll urðu af sýnunum var eingöngu vesturgosbeltið, ásamt Kistufelli á norðurgosbeltinu, skoðað. Mælingar sýndu að vatn var í öllum sýnunum. Gler frá Miðfelli og eitt glersýni frá Skriðufelli mældust með 0,06-0,08 þ% vatn sem þýðir að þau höfðu afgasast en sýni frá Stapafelli og Skriðufelli sýndu 0,25 þ% - 0,34 þ% vatn. CO2 mældist lítið sem ekkert í sýnunum. Niðurstöður sýna að hægt er að nota þessa aðferðafræði en hún er bæði erfið og seinvirk.

Samþykkt: 
  • 20.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs ritgerð Sigrún.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna