is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8644

Titill: 
 • Umhverfisbreytingar í Ísafjarðardjúpi á nútíma
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis er að rannsaka umhverfisbreytingar sem hafa orðið á nútíma (Holocene) í Ísafjarðardjúpi út frá setkjörnum sem voru teknir árið 2009. Firðir og landgrunn ásamt stöðuvötnum eru setgildrur þar sem setupphleðsla er jafnan hröð og býður upp á háa upplausn gagna sem gjarnan bera með sér vitnisburð umhverfis- og loftslagsbreytinga. Ísafjarðardjúp er slík setgildra og hefur safnað seti sem hefur borist frá landi með straumvötnum og vindum frá því að ísaldarjöklar hurfu.
  Rannsóknin nær til fjögurra setkjarna sem teknir voru í innanverðu Ísafjarðardjúpinu. Út frá skoðun setþykktarkorta (isopach) af svæðinu, er áætlað að kjarnarnir nái, u.þ.b. 10
  þúsund ár aftur í tíma. Mælingar voru gerðar á segulviðtaki setsins, auk þess sem ásýndum var lýst og sýni tekin til frekari greininga. Kolefnismælingar voru framkvæmdar á tveimur
  setkjörnum til þess að ná fram upplýsingum um breytileika í lífvirkni yfir þann tíma sem setkjarnarnir ná.
  Niðurstöður mælinga benda til þess að unnt sé að tengja segulviðtak setkjarnana við segulviðtaksmælingar sem gerðar hafa verið á eldri setkjörnum sem teknir voru utar í Ísafjarðardjúpi og í Efstadalssvatni og byggja þannig upp aldurslíkan fyrir setmyndanirnar. Niðurstöðurnar benda til þess að hátt MS fylgi almennt lágu TC% og sé því mælikvarði á magn landræns sets sem rofist hafi af basalti (segulsteindir m.a.), en hátt TC gildi
  mælikvarði á lífvirkni í Djúpinu.
  Af segulviðtaki má draga þær ályktanir að ummerki séu eftir bræðsluvatn, hugsanlega vegna hörfun jökuls fyrir um 10 þúsund árum. Reynt var tengja breytingar í kolefnismælingum kuldatíma sem talinn er hafa komið fyrir um 8.2 þúsund árum, hámark hlýnunar á nútíma fyrir 6000-8000 BP, og Litlu Ísöldina 1300-1900. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja fyrri rannsóknir á Ísafjarðardjúpi og nágrenni.

Styrktaraðili: 
 • Kjartan Thors ehf.
Samþykkt: 
 • 20.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HBB_ritgerð.pdf1.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna