is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8648

Titill: 
  • Sýndarsamskipti: Athugun á tengslum sýndarsamskipta við sjónvarpsvenjur, samskipti, almenna líðan og líðan á meðan áhorfi stendur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sýndarsamskipti eru ímynduð tengsl áhorfanda við fólk í fjölmiðlum, í þessari rannsókn eru könnuð sýndarsamskipti við persónu í sjónvarpsþætti. Áhorfandi telur sig „kynnast“ persónu í gegnum áhorf á sjónvarpsþátt og ímyndar sér persónu sem vin, en þessi samskipti eru óhjákvæmilega einhliða. Upphaflega var fólk sem átti sýndarsamskipti talið gera það vegna einmanaleika og skorts á félagslegum samskiptum, hins vegar finnast þessi tengsl ekki í nýlegri rannsóknum. Það bendir til þess að aðrar ástæður eru fyrir því að fólk á sýndarsamskipti. Í þessari rannsókn (N=235) var athugað hvort sjónvarpsvenjur (tími og fjöldi þátta), samskipti (ánægja með eigin vinahóp, löngun í öðruvísi vinahóp, einmanaleiki og hversu vel þörfum fyrir tengsl er mætt), almenn líðan (sjálfs-misræmi og huglæg vellíðan) eða líðan á meðan áhorfi stendur (vellíðan, sjálfstraust og einmanaleiki) geti bætt forspá um sýndarsamskipti. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að því meiri sem; a) meðaltími sjónvarpsáhorfs, b) fjöldi þátta sem fólk fylgist reglulega með, c) óánægja með eigin vinahóp, d) sjálfs-misræmi, e) sjálfstraust og f) vellíðan á meðan áhorfi stendur er, því meiri sýndarsamskipti á fólk. Almenn líðan veitir bestu forspá um sýndarsamskipti sem lýsir sér í því að fólk sem er með mikið sjálfs-misræmi á mest sýndarsamskipti. Ástæðu þess teljum við vera flótta fólks frá eigin lífi vegna óánægju með sjálft sig.

Samþykkt: 
  • 23.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sýndarsamskipti.pdf397.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna