is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8652

Titill: 
  • Meðgöngujóga. Áhrif á verðandi móður, ófætt barn og fæðingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis er gera fræðilega úttekt á meðgöngujóga og skoða áhrif þess á barnshafandi konu, ófætt barnið og fæðingarferlið.
    Meðgöngujóga er ein tegund jóga þar sem jóga hefur verið aðlagað að þörfum og líkamlegu ástandi barnshafandi kvenna og hentar öllum konum, sama hver bakgrunnur þeirra er og sama í hvaða ástandi þær eru. Jógaiðkun á meðgöngu er örugg og fullnægir þeirri hreyfingu sem konan þarfnast. Í jóga lærir konan rétta tækni við slökun, öndun og hreyfingar en allt þetta styður konuna við að takast á við þær breytingar sem barneignarferlið hefur í för með sér og áfram í gegnum móðurhlutverkið. Einnig hjálpar jóga konunni að undirbúa sig fyrir fæðinguna og treysta á sjálfa sig í þessu ferli. Við ástundun jóga á meðgöngu lærir konan hina fullkomnu list við að slaka á og finna það innri jafnvægi og þann róandi styrk sem hjálpar henni til að takast á við og njóta þessa tíma til fullnustu.
    Skoðaðar voru rannsóknir sem gerðar hafa verið á ástundun jóga á meðgöngu, en þær sýndu að jóga á meðgöngu hefur jákvæð áhrif á konuna, ófætt barnið og á fæðinguna. Áberandi var að konur sem stunduðu jóga sýndu betri líkamlega og andlega líðan á meðgöngu og fylgikvillar voru minni en meðal þeirra kvenna sem ekki stunduðu jóga á meðgöngu. Áhrifin voru jafnframt jákvæð á þroska, vöxt og líðan ófædda barnsins. Rannsóknirnar sýndu einnig að sjálfstraust kvenna var meira, verkir minni og fæðingin gekk betur fyrir sig þar sem konur upplifðu aukna stjórn á fæðingunni.
    Niðurstaða þessarar úttektar er sú að það sé góð ábending til barnshafandi kvenna að stunda jóga á meðgöngu.
    Lykilorð: jóga, meðganga, fæðing, ófætt barn.

Samþykkt: 
  • 23.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8652


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B. Sc. Lokaritgerð.pdf498.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
110914Skannad skjal 110914.pdf196.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF