is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8654

Titill: 
 • Egggjöf. Nýir draumar, ný tækifæri. Fræðileg úttekt
 • Titill er á ensku Oocyte donation. New dreams, new opportunities. A literature review
Útdráttur: 
 • Tilgangur úttektarinnar er að taka saman yfirlit yfir stöðu fræðilegrar þekkingar á egggjöf, ferlinu í heild og tengdum umhugsunarþáttum, og auka þannig umræðu og þekkingu á því sviði. Gögnum var safnað frá gagnasafninu Pub-Med en einnig notaðar erlendar bækur. Til að auka innsýn ræddi ég stuttlega við konur sem eiga egggjafa- eða eggþega reynslu að bak. Megnið af efninu er á ensku en skortur er á íslensku efni.
  Frjósemistækni hefur verið í örri þróun á síðustu áratugum og notkun á gjafaeggjum verður sífellt algengari hér sem annars staðar, sérstaklega með nýlegum breytingum laga. Frjósemismeðferðum fylgja sveiflur á andlegri líðan og því er stuðningur mikilvægur í og eftir ferlið. Almennt er góður árangur af egggjöf í dag en rannsóknir eru tvíbendnar um auknar líkur á meðgöngukvillum. Mörg siðferðileg álitamál geta fylgt sem mikilvægt er að tekið sé á jafnóðum.
  Þörf er á fleiri rannsóknum í tengslum við egggjöf og frjósemistækni, sérstaklega íslenskum. Það er nauðsynlegt svo hægt sé að komast að raunverulegri þjónustuþörf kvenna/para sem þurfa að fara lengri leið að getnaði. Þekking og stuðningur ljósmæðra er mikilvægur. Stuðla þarf að opinni umræðu um egggjöf sem getur styrkt líðan einstaklinga og jafnvel fjölgað egggjöfum.
  Lykilorð: Ófrjósemi, frjósemistækni, egggjöf, egggjafi og eggþegi.

Samþykkt: 
 • 23.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8654


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Egggjof-ElsaRuthGylfadottir.pdf501.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna