is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8657

Titill: 
 • Áhrif kalks í kransæðum á greiningargildi TS-kransæðarannsóknar
 • Titill er á ensku Effect of coronary calcification on diagnostic accuracy of the 64row computed tomography coronary angiography
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tölvusneiðmyndarannsóknir af kransæðum með 64 sneiða tæki eru gerðar til að meta þrengingar í kransæðum en þekkt er að kalk í kransæðum getur skert greiningargildið. Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif kalks í kransæðum á greiningargildi TS kransæðarannsókna, annarsvegar þegar horft er á allar kransæðar hvers sjúklings saman og hins vegar þegar hver og ein kransæð er skoðuð sérstaklega.
  Skoðaðir voru 462 sjúklingar sem komu bæði í TS kransæðarannsókn og hjartaþræðingu (≤6 mánaða millibil). Tuttugu og sjö sjúklingar voru útilokaðir. Sjúklingum var skipt í 6 hópa (A-F) eftir heildar Agatston skori: 0 (hópur A), 0,1-10 (hópur B), 10,1-100 (hópur C), 100,1-400 (hópur D), 400,1-750 (hópur E) og >750 (hópur F). Þegar hver og ein kransæð var metin sérstaklega var notast við Agatston skor hverrar og einnar kransæðar og kransæðunum skipt í sömu hópa að viðbættum einum hópi þegar hópi C var skipt í tvennt, 10,1-50 og 50,1-100 (hópur A-G). Næmi, sértæki, jákvætt- og neikvætt forspárgildi TS kransæðarannsóknar var reiknað fyrir ≥50% og ≥70% kransæða¬þrengingu fyrir sjúkling og kransæð (LM, LAD, LCX og RCA) með hjartaþræðingu sem viðmið.
  Alls voru skoðaðar 1668 kransæðar í 417 sjúklingum (286 kk, 131 kvk). Meðalaldur var 60,3 ± 8,9 ár. Heildar Agatston skor var að meðaltali 444,7 (0-4274,6). Minnsta kalkið fannst bæði hjá körlum og konum í LM en mesta í LAD. Þegar allar kransæðarnar voru skoðaðar saman til að meta ≥70% þrengingu var næmi 46,9%, sértæki 93,6% og jákvætt og neikvætt forspárgildi 61,7% og 88,8%. Neikvætt forpsárgildi var 96,0%, 94,7%, 92,2%, 91,3%, 83,3% og 78,2% fyrir hóp A, B, C, D, E og F. Þegar hver og ein kransæð var skoðuð til að meta ≥50% þrengingu var næmi og sértæki 40,0% og 94,6% fyrir LM, 84,0% og 50,8% fyrir LAD, 46,4% og 82,2% fyrir LCX og 74,1% og 81,2% fyrir RCA. Nákvæmni greiningar fór lækkandi með hærra Agatston skori hverrar kransæðar og var fyrir hópa A, B, C, D, E, F og G 96,0%, 92,6%, 94,1%, 68,4% og 60,9% í LM, 74,5%, 84,4%, 71,2%, 63,5%, 57,2%, 68,6% og 58,8% í LAD, 88,5%, 78,2%, 67,6%, 54,3%, 56,2%, 80,0% og 100% í LCX og 87,7%, 82,7%, 89,0%, 64,1%, 64,1%, 76,9% og 75,0% í RCA.
  Greiningargildi TS kransæðarannsóknar er almennt gott en þó breytilegt milli kransæða. Kalk hefur áhrif á greiningargildi en neikvætt forspárgildi skerðist lítið fyrir heildar Agatston skor allt upp í 400. Greiningarnákvæmni í LM, LAD, LCX og RCA byrjar að skerðast þegar Agatston skor hverrar og einnar kransæðar er á bilinu 50,1-100.
  Lykilorð: Geislafræði, Kransæðasjúkdómar, Tölvusneiðmyndarannsókn af kransæðum, Greiningargildi TS

 • Útdráttur er á ensku

  Sixty four row multidetector computed tomography is currently used to evaluate coronary artery stenosis but calcifications in the coronary arteries may limit the diagnostic value. The aim of this study was to evaluate the effect of coronary calcium on detection of coronary stenosis on patient and vessel level.
  The study population included 462 symptomatic patients that underwent computed tomography and conventional coronary angiography within 6 months. Twenty seven patients were excluded. Patients were divided into six groups (A-F) based on total Agatston score: 0 (Group A), 0,1-10 (Group B), 10,1-100 (Group C), 100,1-400 (Group D), 400,1-750 (Group E) and >750 (Group F). When evaluating each vessel group C was split in two, 10,1-50 and 50,1-100 and patient divided into seven groups (A-G) based on Agatston score in each vessel. Sensitivity, specificity, positive and negative predictive values were calculated for ≥50% and ≥70% stenosis correctly diagnosed with the computed tomography, on patient and vessel level (LM, LAD, LCX and RCA), using the conventional coronary angiography as a gold standard.
  Total of 1668 arteries in 417 patients (286 men, 131 women) were evaluated, mean age 60,3 ± 8,9 years. Mean total Agatston score was 444,7 (0-4274,6). LM had the lowest quantity of calcium for both genders and LAD had the most. For all arteries combined, computed tomography detected >70% stenosis with sensitivity of 46,9%, specificity of 93,6% and positive and negative predictive values of 61,7% and 88,8%, respectively. Negative predictive value was 96,0%, 94,7%, 92,2%, 91,3%, 83,3% and 78,2% for groups A, B, C, D, E and F respectively. When evaluating LM, LAD, LCX and RCA computed tomography detected ≥50% senosis with sensitivity and specificity of 40,0% and 94,6%, 84,0% and 50,8%, 46,4% and 82,2% and 74,1% and 81,2% for LM, LAD, LCX and RCA respectively. Accuracy was found lower with higher Agatston score in each artery and was for groups A, B, C, D, E, F, G 96,0%, 92,6%, 94,1%, 68,4% and 60,9% for LM, 74,5%, 84,4%, 71,2%, 63,5%, 57,2%, 68,6% and 58,8% for LAD, 88,5%, 78,2%, 67,6%, 54,3%, 56,2%, 80,0% and 100% for LCX and 87,7%, 82,7%, 89,0%, 64,1%, 64,1%, 76,9% and 75,0% for RCA.
  Diagnostic accuracy is high but differs between coronary arteries. Although coronary calcification affects diagnostic accuracy, negative predictive value is mildly affected for total Agatston score as high as 400. Accuracy is affected by calcification in LM, LAD, LCX and RCA for Agatston score below 100 in a single vessel.

Samþykkt: 
 • 23.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdís Klara - Áhrif kalks í kransæðum á greiningargildi TS-kransæðarannsóknar.pdf2.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna