is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8658

Titill: 
  • Áhrif birtu á stærð og fjölda fiska veidda í botnvörpu við strendur Íslands
Útdráttur: 
  • Gögn úr leiðangri Hafrannsóknastofnunar á Árna Friðrikssyni RE 200 sem farinn var norður af Íslandi í nóvember 2010 voru notuð til þess að athuga hvort að samband væri milli þess hvaða tíma dags (dagur-nótt) veiði fer fram og stærð þeirra fiska sem að fengust, eða hvort að samband væri milli birtu og fjölda fiska sem veiddust. Fjórar tegundir voru skoðaðar með tilliti til þessa: 1) þorskur (Gadus Morhua), 2) ýsa (Melanogrammus aeglifinus), 3) karfi (Sebates mariunus) og 4) skrápflúra (Hippoglossoides platessoides). Veiðarfærið sem notast var við í þessum leiðangri var botnvarpa með yfirpoka. Rannsóknin leiddi í ljós að fjöldi veiddra fiska var ekki háður birtustigi (p>0.05) hjá þessum tegundum óháð tegundum. Þetta er ólíkt niðurstöðum sambærilegra rannsókna þar sem samband er á milli birtustigs og fjöldi veiddra fiska (Adlerstein og Ehrich, 2003). Niðurstöður sýndu hins vegar marktækt samband á milli stærðar veiddra fiska og birtu og reyndist þannig hjá öllum fjórum tegundunum (p<0,05).

Samþykkt: 
  • 23.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8658


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc _ritgerd_Bjarki_Már_Jóhannsson21 05_leiðrétt.pdf416.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna