is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8661

Titill: 
  • Íslenskir mannauðsstjórar, breytt hlutverk og líðan í starfi eftir efnahagshrunið
Útgáfa: 
  • Apríl 2011
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er kannað hvort breytingar hafa orðið á viðfangsefnum mannauðsstjóra í kjölfar efnahagshrunsins og hvaða áhrif þær breytingar hafi haft á líðan mannauðsstjóra í starfi. Um eigindlega rannsókn er að ræða. Viðtöl voru tekin við átta mannauðsstjóra hjá fyrirtækjum og stofnunum og leitast við að tala við mannauðsstjóra hjá ólíkum skipulagsheildum, bæði stórum og smáum, til að fá fram viðhorf mannauðsstjóra sem endurspegla íslenskt atvinnulíf. Niðurstöður benda til að töluverð breyting hafi orðið á viðfangsefnum mannauðsstjóra og efnahagshrunið hefur haft neikvæð áhrif á líðan þeirra. Helstu breytingarnar felast í því að meiri áhersla er lögð á uppsagnir og afleiðingar samdráttaraðgerða. Viðfangsefni sem tengjast ráðningarferlinu og fræðslu- og starfsþróunarmálum hafa dregist verulega saman. Flestir viðmælenda hafa tekið að sér önnur störf eða verkefni innan skipulagsheildanna ásamt því að sinna áfram starfi mannauðsstjóra. Mannauðsstjórar telja breytingastjórnun vera orðin mikilvægt viðfangsefni í starfi og þörf fyrir ráðgjöf, áfallastjórnun og sálgæslu hefur aukist bæði til annarra stjórnenda og starfsmanna. Viðmælendur töluðu flestir um að í kjölfar efnahagshruns hafi þeir þurft að sinna bæði hlutverki boðbera slæmra tíðinda og vera um leið ráðgjafi og sálgæsluaðili bæði stjórnenda og annarra starfsmanna.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 13. apríl 2011
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-2-2
Samþykkt: 
  • 23.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8661


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
22.Islenskir_mannaudsstjorar_Halla_Gylfi.pdf307.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna