is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8662

Titill: 
  • Samskipti trúnaðarmanna VR og stjórnenda
Útgáfa: 
  • Apríl 2011
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er fjallað um upplifun stjórnenda og trúnaðarmanna VR á samskiptum sín á milli. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig samskiptum trúnaðarmanna VR og stjórnenda er háttað og hvort þau taki mið af sjónarhorni margræðisskólans eða sjónarhorni einingarhyggjunnar. Til að leita svara við því var eigindlegum rannsóknaraðferðum beitt, tekin voru viðtöl við fimm trúnaðarmenn VR og fimm stjórnendur sem voru valdir með hentugleikaúrtaki. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að samskipti stjórnenda og trúnaðarmanna, og í raun samskipti starfsmanna við báða þessa aðila, fari að mestu eftir nálgun einingarhyggju. Þessi samskipti einkennast að ágreiningur er fremur sjaldgæfur og þegar hann kemur upp leitast báðir aðilar eftir fremsta megni að leysa úr honum án atbeina stéttarfélagsins. Þá gefur rannsóknin vísbendingar um að hlutverk trúnaðarmanna hafi tekið breytingum og að trúnaðarmönnum og stjórnendum finnist hlutverk trúnaðarmanna á vinnustöðum ekki mjög mikilvægt. Þá upplifa báðir aðilar að eitt helsta hlutverk trúnaðarmanna sé að vera tengiliður milli starfsmanna og stjórnenda. Rannsóknin sýndi einnig fram á að stjórnendur leita í einhverjum mæli eftir aðstoð og ráðgjöf til VR í stað þess að leita til Samtaka atvinnulífsins sem þeir eru aðilar að.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 13. apríl 2011
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-2-2
Samþykkt: 
  • 23.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
23.Samskipti_trunadarmanna_Asta_Gylfi.pdf244.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna