is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8667

Titill: 
 • Hvernig getur heimahjúkrun á Akureyri nýtt sér aðferðir þjónandi forystu til að bæta starfsánægju starfsmanna?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þó nokkrar breytingar hafa átt sér stað í heimahjúkrun á Akureyri á undanförnum árum. Skýrsluhöfundur hefur verið starfsmaður heimahjúkrunar frá vormánuðum 2007, og varð þess áskynja að óánægja er ríkjandi meðal starfsfólks þess. Því var farið af stað að leita að stjórnunarstíl sem myndi henta starfsemi heimahjúkrunar og fyrir valinu varð „Þjónandi forysta“ . Eins og Greenleaf, höfundur aðferðarfræðinnar um þjónandi forystu, segir „Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. Byrjunin er eðlislæg tilfinning um að vilja þjóna. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi“ (Greenleaf, 1970 / 2008, bls. 15).
  Út frá þessu varð rannsóknaspurningin til en hún er svohljóðandi:
  „Hvernig getur heimahjúkrun á Akureyri nýtt sér aðferðir þjónandi forystu til að bæta starfsánægju starfsmanna?“
  Í ritgerðinni er fjallað um starfsánægju, áhrif stjórnandans, komið inn á þarfakenningu Maslows, tveggja-þátta kenningu Herzbergs, skoðaðar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið m.a. um innleiðingu breytinga, kulnun í starfi, leiðir til bættrar starfsánægju og þjónandi forystu. Einnig er lögð fram hollensk könnun um þjónandi forystu (SLS) á meðal starfsmanna auk þess var lögð fyrir spurning um ánægju með breytingarnar.
  Þegar breytingar eiga sér stað þá þurfa margir þættir að spila saman og starfsfólk þarf að vera jákvætt svo breytingarnar skili tilætluðum árangri. Það er hlutverk stjórnenda að koma því þannig fyrir að sem bestur árangur verði af breytingaferlinu. Könnun sem lögð var fyrir starfmenn og stjórnendur leiddi í ljós að þjónandi forysta er að hluta til fyrir hendi hjá heimahjúkrun á Akureyri en það er eitt og annað sem betur hefði mátt fara svo breytingarnar sem gerðar voru nýlega skiluðu tilætluðum árangri, eins og það að útskýra breytingarferlið betur fyrir starfsfólkinu.
  Lykilorð:
  Starfsánægja
  Stjórnandi
  Þjónandi forysta
  SLS mælitækið

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 23.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur efnisyfirlit.pdf88.16 kBLokaðurEfnisyfirlitPDF
Hildur Heimildaskrá.pdf127.91 kBLokaðurHeimildaskráPDF
Hildur lokaskil skemma.pdf1.13 MBLokaðurHeildartextiPDF