is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8668

Titill: 
 • Talsmenn í íslenskum auglýsingum : kostir og gallar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Nú til dags hafa íslensk fyrirtæki valið að nota talsmenn í ríkari mæli sem stuðningur við fyrirtækið og vörumerkið. Lítið hefur verið um rannsóknir á talsmönnum í íslenskum auglýsingum. Megin markmið rannsóknarinnar var að ná fram kostum og göllum þess að nota talsmenn í íslenskum auglýsingum og bera það saman við aðrar þjóðir. Einnig var kannað hvernig íslensk fyrirtæki velja sér talsmann og hver notkun þeirra á honum er, ásamt því að fá samanburð við erlendar þjóðir.
  Til að ná markmiðum rannsóknarinnar ákvað höfundur að taka
  hálfopin viðtöl við fimm fyrirtæki: Vodafone, Byko, Jónsson og
  Le´macks, Hvíta húsið og Toyota. Höfundur tók viðtölin hjá viðkomandi fyrirtækjum í hálf opnu viðtalsformi. Settar voru fram þrettán spurningar sem notaðar voru til að fá samanburð á aðferðum fyrirtækjanna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að helstu kostir þess að nota
  talsmann eru sá stuðningur sem hann veitir vörunni, vörumerkið verður auðþekkjanlegra og fyrirtækið kemur fyrr upp í huga fólks. Notkun á talsmönnum er árangursrík leið til að ná athygli og eyrum neytenda með þeirri jákvæðu ímynd sem þekkta persónan tekur með sér og yfirfærir á vöruna.
  Rannsóknin sýndi fram á, að í flestum tilfellum eru leikarar fyrsti valkostur fyrirtækja og auglýsingastofa á Íslandi vegna þjálfunar þeirra í framkomu og tali. Ferlið við tekur því styttri tíma og auðveldara verður að fá fram réttu áhrifunum í auglýsinguna og saman leiðir þetta til minni kostnaðar. Helstu gallar við notkun á talsmanni á Íslandi eru annars vegar
  að áhættan á að viðkomandi muni brjóta af sér. Hins vegar getur verið erfitt að fá talsmanninn þegar mikið liggur við ef um til dæmis sumarfrí er að ræða hjá viðkomandi og það að talsmaður yfirgnæfir vöruna.
  Lykilorð: Talsmaður, auglýsingar, þekktar persónur, trúverðugleiki, markhópur

Samþykkt: 
 • 23.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Talsmenn í íslenskum auglýsingum.pdf807.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna