is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8669

Titill: 
 • Stefnumiðað árangursmat
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þetta rannsóknarverkefni er um stefnumiðað árangursmat (e. Balanced Scorecard) hvernig það er uppbyggt með stefnu- og skorkorti. Skoðað er hvernig hægt er launatengja stefnumiðað árangursmat við árangur og starfsánægja starfsfólks skoðað í því sambandi. Áhugi var á að vita hvort það væri munur á starfsánægju hjá þeim sem nota stefnumiðað árangursmat og launatengja árangur sinn við það og þeim sem launtatengja ekki við stefnumiðað árangursmat.
  Rannsóknarspurningar sem leitað var svara við voru:
  - Breytir launatenging stefnumiðaðs árangursmats starfsánægju starfsmanna?
  - Er munur á starfsánægju hjá starfsfólki þeirra fyrirtækja sem launatengja árangur stefnumiðaðs árangursmats og þeirra sem launatengja ekki?
  - Varð breyting á starfsánægju starfsmanna við að stefnumiðað árangursmat var tekið í notkun?
  - Þarf að tengja laun við niðurstöður úr stefnumiðuðu árangursmati, til að ná betri starfsánægju?
  Gerð var stutt rannsókn hjá tveimur stofnunum til að fá svör við ofangreindum spurningum, annað sem launatengir árangur við stefnumiðað árnagursmat en hitt ekki.
  Niðurstöður rannsóknar sýndu að ekki var munur hjá þeim stofnunum, sem skoðaðar voru, sem launatengja árangur og þeim sem launatengja ekki. Ekki var hægt að sjá mun á ánægju starfsmanna fyrir og eftir að stefnumiðað árangursmat var tekið í notkun. Miðað við þær niðurstöður sem komu út úr rannsókn sem gerð var, þarf ekki að launatengja árangur frá stefnumiðuðu árangursmati til að ná betri starfsánægju. Bæði fyrirtækin hafa góða starfsánægju sem er ekki hægt að tengja við notkun á stefnumiðuðu árangursmati.

Samþykkt: 
 • 23.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8669


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefnumiðað árangursmat.pdf19.84 MBOpinnPDFSkoða/Opna