Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8670
Bakterían Streptococcus pneumoniae, pneumókokkar, er mikilvirkur sýkingarvaldur sem veldur bæði vægum sýkingum t.d. bráðri miðeyrnabólgu og skútabólgu sem og lífshættulegum sýkingum t.d. lungnabólgu, heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Árlega deyr um 1,6 milljón manna af völdum sýkinganna, flest ung börn í vanþróuðum löndum. S. pneumoniae tekur sér bólfestu í nefkoki manna og veldur þar einkennalausri sýklun. Gjarnan er talað um nefkok barna sem vistfræðilega uppsprettu fyrir pneumókokkasýkingar en beratíðnin er langhæst meðal þeirra. Sýklun pneumókokka leiðir sjaldnast til sýkinga en er þó forsenda þess að þeir geti valdið sýkingum. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á tíðni þess að börn beri fleiri en eina hjúperð pneumókokka samtímis, en tíðni þess hefur mæst á bilinu 7,9-29,5%.
Fjölsykruhjúpur pneumókokka ver þá gegn áthúðun og agnaáti átfrumna og er talinn einn helsti meinvirkniþáttur bakteríunnar. Rúmlega 90 hjúpgerðir eru nú þekktar og hæfni þeirra til að valda ífarandi sýkingum er misjafn. Til stendur að taka upp reglubundnar ungbarnabólusetningar á Íslandi síðar á þessu ári með bóluefnum sem veita vörn gegn þeim 10 (Synflorix) eða 13 (Prevnar 13) hjúpgerðum sem oftast valda ífarandi sýkingum í Bandaríkjunum. Mikilvægt er að fylgjast vel með dreifingu hjúpgerða sem sýkla nefkok leikskólabarna og valda ífarandi sýkingum í landinu áður en slíkar bólusetningar eru teknar upp sem og í kjölfar þeirra.
Markmið verkefnisins voru að kanna hversu hátt hlutfall leikskólabarna á höfuðborgarsvæðinu ber pneumókokka og hversu mörg þeirra bera fleiri en eina hjúpgerð þeirra með multiplex PCR aðferð. Ennfremur að kanna hvort multiplex PCR henti til að greina og hjúpgreina pneumókokka beint úr eyrnastroksýnum og miðeyrnavökvasýnum frá börnum með eyrnabólgu og hvort þau innihaldi fleiri en eina hjúpgerð pneumókokka.
Greind voru nefkokssýni frá 516 leikskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu sem áður höfðu verið hjúpgreind með hefðbundnum aðferðum, eyrnastroksýni frá 83 börnum á leikskólaaldri og miðeyrnavökvasýni frá 124 börnum.
Beratíðni fyrir pneumókokka reyndist 77,5% meðal leikskólabarna á höfuðborgarsvæðinu. Multiplex PCR aðferð sem greint getur 15 hjúpgerðir pneumókokka greindi hjúpgerðir í 85,6% nefkokssýna sem pneumókokkar greindust í. Fleiri en ein hjúpgerð pneumókokka greindist í 21,3% nefkokssýna með multiplex PCR en aðeins í um 8% sýna með hefðbundinni hjúpgreiningu. Allt að 4 hjúpgerðir greindust í sama sýni með multiplex PCR en aldrei fleiri en 2 með hefðbundinni hjúpgreiningu. Hjúpgerðir 23F, 19A, 6B, 6A, 19F, 14 og 15B/C voru algengastar í nefkokssýnunum. Pneumókokkar greindust með PCR sem nemur cpsA genið í 20% nefkokssýna, 7,5% eyrnastroksýna og 2,4% miðeyrnavökvasýna sem voru neikvæð í ræktun. Fleiri en ein hjúpgerð greindist í 7% eyrnastroksýna en í miðeyrnavökvasýnum greindist aðeins ein hjúpgerð.
PCR greinir pneumókokka beint úr sýnum með meiri næmni en hefðbundin ræktun. Multiplex PCR aðferð til hjúpgreininga hentar betur til að greina fleiri en eina hjúpgerð pneumókokka í sama sýninu en ónæmisfræðileg kekkjunarpróf sem hingað til hafa verið notuð til að hjúpgreina pneumókokka. Mun fleiri íslensk leikskólabörn bera fleiri en eina hjúpgerð pneumókokka samtímis í nefkoki en hingað til hefur verið talið og fleiri en ein hjúpgerð virðist samtímis geta tekið þátt í myndun eyrnasýkinga. Möguleikar á að pneumókokkar geti tekið upp erfðaefni frá öðrum pneumókokkum í einum og sama hýslinum eru því að sama skapi meiri en áður var talið. Á þetta bæði við um ýmsar erfðabreytingar sem stuðla að minnkuðu næmi fyrir sýklalyfjum og jafnvel breytingum á hjúpgerð
Streptococcus pneumoniae, pneumococci, is a major etiological agent for both mild infections like acute otitis media and sinusitis and life threatening infections like pneumonia, meningitis and sepsis. Globally, about 1.6 million people die from pneumococcal diseases every year, mostly young children in developing countries. S. pneumoniae is a frequent colonizer of the nasopharynx, especially in children. The nasopharynx of young children is often referred to as the ecological reservoir for pneumococcal infections. Pneumococcal colonization rarely leads to infection but is considered necessary to initiate infection. Few studies on rates of colonization with multiple serotypes have been reported but existing estimates range from 7,9%-29,5%.
The pneumococcal polysaccharide capsule protects pneumococci from opsonisation and phagocytosis by the host immune system and is believed to be a major virulence factor. More than 90 different capsular serotypes are known and their ability to cause invasive disease varies. Routine infant immunization with either 10-valent (Synflorix) or 13-valent pneumococcal conjugate vaccines that protect against the 10 or 13 most common pneumococcal serotypes causing invasive diseases in the USA will start in Iceland later this year. Monitoring serotype prevalence from carriers and invasive disease is important before and after the introduction of conjugate vaccines.
The aim of the study is to analyze the pneumococcal colonization rate in pre-school children in the capital area of Iceland, and the rate of multiple colonization by using a multiplex PCR method. Furthermore to investigate the use of a multiplex PCR method for pneumococcal analyses of ear swabs and middle ear fluids from children with otitis media, and to study if more than one serotype of pneumcocci is present in those samples.
Nasopharyngeal swabs from 516 children, ear swabs from 83 children and middle ear effusion from 124 children were analyzed.
Pneumococcal colonization rate for pre-school children in the capital area was 77,5%. Using the multiplex PCR method set up to detect 15 pneumococcal serotypes, serotypes were detected in 85,6% of nasopharyngeal samples that were previously shown to include pneumococci. More than one serotype was detected in 21,3% of the samples by the multiplex PCR method but only in 8% of the samples by routine culturing methods. Up to 4 serotypes were detected in a single sample by the multiplex PCR method but only 2 by routine culturing methods. Serotypes 23F, 19A, 6B, 6A, 19F, 14 and 15B/C were most prevalent in the nasopharyngeal samples. By a PCR reaction specific for the cpsA gene, pneumococci were detected in 20% of nasopharyngeal samples, 7,5% of ear samples and 7% of middle ear samples that were negative in culture. More than one serotype was detected in 7% of ear samples but the middle ear samples only contained one serotype each.
PCR detects pneumococci with greater sensitivity than routine cultures and multiplex PCR is more sensitive than culture and serological agglutination tests in detecting more than one serotype in a sample. The prevalence of multiple colonization is considerably higher than previously known. Therefore, the possibility of genetic exchange is also higher than previously known, both the exchange of genetic material coding for antibiotic resistance and diverse capsules of pneumococci.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mastersverkefni _9.maí_Lokaútgáfa_skemman.pdf | 1.58 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |