is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8675

Titill: 
 • Stjórnun í niðursveiflu : áherslur stjórnenda í litlum og meðalstórum fyrirtækjum
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Markmið verkefnisins er að rannsaka stjórnun í niðursveiflu með áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki. Spurninga- og viðtalskönnun var framkvæmd með þátttöku stjórnenda norðlenskra fyrirtækja auk þess sem fyrirliggjandi gögn voru greind.
  Gögn um gjaldþrot fyrirtækja síðustu fimm ár voru greind og kom fram að í niðursveiflunni hefur gjaldþrotum minnstu fyrirtækjanna fækkað hlutfallslega á kostnað stærri fyrirtækja sem kann að benda til þess að minni fyrirtækin geti frekar brugðist við breyttum aðstæðum.
  Niðurstöður verkefnisins voru að helstu áherslur stjórnenda í niðursveiflu eru á aðhald í fjármálum, framleiðslustjórnun og nýsköpun og vöruþróun. Jafnframt kom fram að helsta breyting á stjórnarháttum frá hefðbundnu árferði er að stjórnendur vinna síður stefnumótun og langtímaáætlanir og fyrirtækin sækja síður fram. Kannað var hvort munur væri á viðbrögðum fyrirtækja við niðursveiflu eftir stærð og var hann helstur sá að minni fyrirtækin gátu síður gripið til eignastýringar þegar það kreppti að, auk þess sem þau skáru síður niður starfsmannakostnað en stærri fyrirtækin. Niðurstöður gáfu til kynna að viðbrögð fyrirtækjanna væru í takt við kenningalegt yfirlit enda gaf könnunin til kynna að fyrirtækin væru almennt að komast ágætlega frá niðursveiflunni.
  Úr niðurstöðum verkefnisins var unninn gátlisti sem stjórnendur geta haft til hliðsjónar þegar kreppir að.
  Lykilorð: niðursveifla, kreppa, stjórnun, gjaldþrot, LMF.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 23.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8675


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stjórnun í niðursveiflu.pdf801.28 kBLokaðurHeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf38.25 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf22.57 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna