en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/868

Title: 
 • Title is in Icelandic Stjórnun í fjölmenningarlegu umhverfi : hvernig nær stjórnandi að halda utanum ólíka þætti þar sem mismunandi menningarsjónarmið koma fram
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð er fjallað um erlent vinnuafl í þjónustufyrirtæki og skoðað
  hvernig samskiptum milli stjórnenda og íslenskra starfsmanna
  annarsvegar, og stjórnenda og erlendra starfsmanna hinsvegar er háttað út
  frá ólíkri menningu og sérstaklega tungumálum. Lykilorðin sem notast var
  við voru mannauðsstjórnun, menning og fjölmenningarlegur vinnustaður.
  Til samstarfs fékk ég Svæðisskrifstofu Málefna Fatlaðra á Reykjanesi og
  frá þeim voru nokkrar starfsstöðvar skoðaðar. Tekin voru nokkur viðtöl
  við bæði íslenska starfsmenn, erlenda starfsmenn og stjórnendur þeirra.
  Í þessari ritgerð verður farið yfir menningarlegan fjölbreytileika fólks og
  þá sérstaklega í hverju sá fjölbreytileiki felst með því að skoða hvernig
  starfsánægja og hvatning birtist á fjölmenningarlegum vinnustöðum.
  Samskiptavandamál eru helstu vandamálin sem koma upp vegna
  mismunandi menningarbakgrunns. Ef fólk fær ekki kennslu í að reyna að
  skilja hvert annað er hætta á að það gefist upp og ákveði að hlutirnir séu
  ómögulegir. Því ætti íslenskukennsla að vera partur af stefnumótun hvers
  fyrirtækis til þess einfaldlega að fyrirbyggja þetta vandamál.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Accepted: 
 • Jan 1, 2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/868


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Efnisyfirlit.pdf11.19 kBOpenStjórnun - efnisyfirlitPDFView/Open
Heimildaskrá.pdf21.43 kBOpenStjórnun - heimildaskráPDFView/Open
Íslenskur útdráttur.pdf5.94 kBOpenStjórnun - útdrátturPDFView/Open
Stjórnun á fjölmenningarlegum vinnustað.pdf980.73 kBOpenStjórnun - heildPDFView/Open