is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8992

Titill: 
  • Áhrif aðildar að Evrópusambandinu á fullveldi Íslands
Útgáfa: 
  • Júní 2008
Útdráttur: 
  • Ísland innleiðir stóran hluta löggjafar Evrópusambandsins (ESB) með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Þó að EES-samningurinn geri ríkar kröfur til Íslands og hinna EFTA-ríkjanna varðandi innleiðingu á gerðum eiga þessi ríki ekki sæti í ákvarðanatökustofnunum ESB. Því hefur verið haldið fram að þau séu eins konar nýlendur Evrópusambandsins sem taka upp löggjöf skilyrðislaust án þess að hafa nokkur áhrif á innihald hennar. Einn meginþáttur umræðunnar um fullveldi Íslands er því hvort Ísland geti haft merkjanleg áhrif á löggjöfina sem það innleiðir í tengslum við EES-samninginn og hversu miklu aðild að ESB myndi breyta með tilliti til áhrifa Íslands. Annar meginþáttur varðar valdsvið alþjóðastofnana í tengslum við innleiðingu og framkvæmd á Evrópulöggjöf, en þegar EES-samningurinn var gerður voru í honum ýmsir varnaglar til að forðast formlegt framsal á fullveldi EFTA-ríkjanna. Í þessari grein er lagt mat á það hve miklar raunverulegar breytingar yrðu á fullveldi Íslands við inngöngu í Evrópusambandið. Oft er því haldið fram að þótt Ísland gengist undir valdsvið yfirþjóðlegra stofnana ESB styrktist jafnframt geta Íslands til að hafa áhrif á stefnumörkun sambandsins og myndi þannig vega upp á móti fyrrgreindri skerðingu á fullveldi. Niðurstaða greinarinnar er hins vegar sú að þótt tiltölulega miklar formlegar breytingar yrðu á stöðu Íslands yrðu raunverulegar breytingar mun minni, bæði hvað varðar áhrif Íslands á stefnumótun ESB og getu alþjóðastofnana til að tryggja innleiðingu og framkvæmd Evrópulöggjafar á Íslandi.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 5 (1) 2009, 69-91
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 7.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2009.5.1.4.pdf289.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna