is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8947

Titill: 
  • Hafréttarmál: Deilur Íslendinga og Norðmanna um Smuguveiðar og fiskverndarsvæði við Svalbarða
Útgáfa: 
  • Desember 2006
Útdráttur: 
  • Deilumál Íslendinga við Norðmenn og Sovétmenn (síðar Rússa) á tíunda áratug síðustu aldar var alþjóðlegt deilumál, deilumál smáríkisins Íslands gegn Norðmönnum og Rússum. Jón Baldvin Hannibalsson (munnleg heimild, 12. október 2006) lýsir smáríki á eftirfarandi hátt: „Ríki sem eitt og óstutt getur litlu áorkað til breytinga í umhverfi sínu hvort sem það er til góðs eða ills.“ Smáríki hafa hag af því að lög og réttur sé virtur vegna þess að þau geta ekki beitt valdi til að ná fram markmiðum sínum. Smáríki leita því eftir samstöðu með öðrum ríkjum til þess að ná þeim fram.
    Samkvæmt framansögðu er hagsmunum Íslendinga best borgið ef alþjóðleg lög eru virt. Ísland er smáríki og sumir hafa gengið svo langt að kalla það kotríki. Það sem skiptir þó mestu máli er að hagsmunum Íslands er best borgið þegar þjóðir fara að alþjóðalögum. Þetta á sérstaklega við um hafréttarmál þar sem sjávarútvegur er einn af höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar.
    Hér á eftir er ætlunin að skoða deilur Íslendinga við Norðmenn og Rússa í Barentshafi. Íslendingar fylgdu alþjóðalögum í deilunni og unnu ekki gegn sérstöðu sinni sem strandríki með því að veiða á úthafinu. Kenning Baldurs Þórhallssonar um skilvirkni smáríkja rímar við útkomu þríhliða samnings deiluaðila í lok tíunda áratugs síðustu aldar.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2 (2) 2006
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Almenn grein
Samþykkt: 
  • 6.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
b.2006.2.2.5.pdf146.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna