Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8688
Lítil og stór fyrirtæki þurfa stöðugt að afla nýrrar þekkingar og auka hæfni sína til að viðhalda samkeppnisstöðu og tryggja vöxt og framgang. Víða erlendis hefur myndast svæðisbundið samstarf fyrirtækja og stoðkerfis, klasar sem gefa fyrirtækjum aukið afl í samkeppni og opna jafnvel ný tækifæri til útrásar. Klasar eru taldir auka samkeppnishæfni, framleiðni og skapa umhverfi til nýsköpunar en nýsköpun er nauðsynleg í alþjóðlegri samkeppni. Mælikvarði fyrir samkeppnishæfni þjóðar er framleiðniaukning vinnuafls og eru því klasar mikilvægir innan þróaðra hagkerfa.
Í þessari rannsókn eru klasar á Austurlandi greindir ítarlega ásamt því að varpa ljósi á þá spurningu hver sé hvatinn á bak við klasasamstarfið. Markmiðið með greiningunni er að svara því hvað það er sem drífur klasamyndun áfram og hver helstu einkenni klasanna séu. Þá er einnig lagt mat á gæði samkeppnisumhverfisins með demantslíkani Michael Porters og í kjölfarið eru lagðar fram tillögur að umbótum fyrir stjórnvöld og fyrirtæki á svæðinu.
Þessi rannsókn er lýsandi raundæmisrannsókn og greining byggist á fyrirliggjandi gögnum og viðtölum. Tekin voru viðtöl við ellefu klasaleiðtoga á Austurlandi, framkvæmdarstjóra Vaxtarsamnings Austurlands, framkvæmdarstjóra Menningarráðs Austurlands og verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Akureyri.
Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að klasasamstarf á Austurlandi einkennist af sterkum sjálfsprottnum klösum í iðnaði- og upplýsingatækni, en í ferðaþjónustu er drifkrafturinn komin frá opinberum aðilum. Stoðkerfið virðist sterkt og flestir klasarnir hafa getið af sér einhverskonar nýsköpun, einnig kom í ljós að sterk hefð er fyrir samvinnu á Austurlandi. Komist er að þeirri niðurstöðu að samkeppnishæfni klasa á Austurlandi sé sambærileg við önnur svæði á Íslandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð_Klasará Austurlandi-Loka_13 maí_KJ-Lykilorð.pdf | 2.62 MB | Lokaður | Heildartexti |