Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/8689
Offita er vaxandi heilsufarsvandamál og er áhættuþáttur fyrir ýmsa sjúkdóma bæði líkamlega og andlega. Þessi rannsókn skoðar árangur offitumeðferðarinnar á Reykjalundi frá upphafi meðferðar og til loka 2 ára eftirfylgdar. Markmið er að kanna breytingar á þyngd, líkamsþyngdarstuðli, fituprósentu, mittismáli, þunglyndiseinkennum (BDI-II), kvíðaeinkennum (BDI) og lífsgæðum tengdum offitu (OP). Úrtakið voru þeir sem luku offitumeðferðinni frá nóvember 2010 til apríl 2011 samtals 56 konur. Alls samþykktu 42 (75%) að taka þátt. Meðalaldur var 47,7 ár. Þeir sem fóru í magahjáveituaðgerð (aðgerðarhópur) voru 29 (71%) og þeir sem ekki fóru í magahjáveituaðgerð (meðferðarhópur) voru 13 (19%). Við úrvinnslu gagna var gerð marghliða dreifigreining (repeated-measures ANOVA) og t próf háðra úrtaka (paired samples statistic t-test). Marktæknimörk voru miðuð við p≤0,05. Niðurstöður í heild sýna marktækan árangur hvað varðar þyngd, líkamsþyngdarstuðul, fituprósentu, mittismál, þunglyndis¬einkenni og lífsgæði vegna offitu. Aðgerðarhópurinn sýndi marktækan árangur hvað varðar þyngd, líkamsþyngdarstuðul, fituprósentu, mittismál og lífsgæði vegna offitu. Meðferðarhópurinn sýndi marktækan árangur hvað varðar mittismál og lífsgæði vegna offitu. Offitumeðferðin á Reykjalundi skilar góðum og heilsusamlegum árangri og er hann mun betri hjá þeim sem fara í magahjáveituaðgerð. Leita þarf leiða til betri árangurs hvað varðar þyngdartap fyrir þá sem kjósa að fara ekki í magahjáveituaðgerð.
Obesity is a growing health problem and is a risk factor for various diseases, both physical and mental. This study examines the effectiveness of the obesity treatment program at Reykjalundur rehabilitation from baseline to the end of 2 years of follow-up. The aim is to examine changes in weight, BMI, percentage of body fat, waist measurement, depressive symptoms (BDI-II), anxiety symptoms (BDI) and quality of life associated with obesity (OP). A total of 56 women were treated for obesity from November 2010 to April 2011. A total of 42 persons agreed (75%) to participate in this study, averaging 47.7 years of age. 29 (71%) of them had underwent gastric bypass surgery (surgery group), and 13 (19%) did not undergo this surgery (treatment group). Statistical analysis was based on repeated measures ANOVA and paired samples t-test statistic. The significance threshold was based on p ≤ 0.05. The results as a whole show significant changes in weight, BMI, percentage of body fat, waist measurement, depression symptoms and quality of life due to obesity. The surgery group showed significant improvement in terms of weight, BMI, percentage of body fat, waist case, and quality of life. The treatment group also showed significant improvement in terms of waistline measurement and quality of life. The results of this study has shown that the obesity treatment program at Reykjalundur delivers successful and healthy progress and is far better for those who undergo gastric bypass surgery. Research shows that better results are needed in terms of weight loss for those who choose not to undergo gastric bypass surgery.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Árangur offitumeðferðarinnar á Reykjalundi með eða án magahjáveituaðgerðar, 2 ára eftirfylgd.pdf | 1.67 MB | Open | Heildartexti | View/Open |