Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8692
Allt frá því er menn stigu fyrst hér á land hafa þeir gefið umhverfi sínu nafn til að auðvelda sér að ferðast um landið. Kennleiti í náttúrunni vísa veginn. Frá því að farið var að stunda fiskveiðar við Ísland hafa sjómenn lagt á minnið ákveðin kennileiti til að þeir geti ratað aftur á fengsæl fiskimið og um leið lært á umhverfi sitt til að þeir mættu komast um það á sem auðveldastan hátt. Fiskimið hafa oftast tvö kennileiti, sem kallast mið, þó ekki sé það einhlítt. Vitneskjan um fiskimið hefur borist á milli kynslóða en nú eru hafa orðið miklar þjóðfélagslegar breytingar og tækniframfarir. Fullkomin staðsetningartæki segja þér nákvæmlega hvar þú ert staddur og þekking á nöfnum miða og fiskimiða er því í hættu.
Talað var við gamla sjómenn af Austurlandi og þeir spurðir um fiskimið og mið þeirra á þeirra sjósóknarsvæði. Nokkur fiskimið voru merkt inn á kort. Einnig voru helstu örnefni merkt inn á ljósmyndir til að sýna afstöðu þeirra miða sem sjómenn notuðu til að finna fiskimið.
Niðurstöður eru að mörg fiskimið eru til á þessu svæði og mismunandi mið sem notuð eru til að finna þau. Almennt skiptir nákvæmni miðanna ekki eins miklu máli og maður hefði haldið í upphafi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS verkefni Halldór Brynjar.pdf | 3.53 MB | Lokaður | Heildartexti |
Athugsemd: Það eru viðkvæmar upplýsingar í ritgerðinni um sjóslys. Ættingjar eru enn á lífi.