is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8694

Titill: 
 • Viðbótarmeðferð fyrir aldraða. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Margir aldraðir nota viðbótarmeðferðir til að stuðla að betri líðan og til að bæta lífsgæði. Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar er að skoða notkun og árangur af viðbótarmeðferðum fyrir aldraða og skapa yfirlit yfir þekkingu á viðbótarmeðferðum.
  Leitað var af heimildum um algengi viðbótarmeðferða meðal aldraða og hvaða viðbótarmeðferðir væru mest notaðar af þeim. Þar að auki var skoðað hver árangur viðbótarmeðferða væri fyrir aldraða. Þær viðbótarmeðferðir sem mestar upplýsingar voru um eru: náttúrulegar vörur, Tai chi, þrýstipunktameðferð, nálastungur og jóga. Heimildaleit fór fram í gagnasöfnum, tímaritum og bókum.
  Helstu niðurstöður sýndu að viðbótarmeðferðir eru mikið notaðar af öldruðum en um fjórðungur aldraða notar þær hérlendis en notkunin er talsvert meiri meðal þessa hóps erlendis. Aldraðir eru almennt ánægðir með árangur meðferðanna og virðast þær hafa jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan. Talsvert er um að aldraðir noti viðbótarmeðferðir til að draga úr einkennum og þá eru þær notaðar með hefðbundnum læknismeðferðum en ekki í staðinn fyrir þær. Rannsóknir sýna meðal annars að viðbótarmeðferðir fyrir aldraða geta haft áhrif á gæði svefns, eflt minni, minnkað verki og bætt lífsgæði.
  Álykta má að viðbótarmeðferðir séu árangursríkar meðferðir og hjálpa til að viðhalda góðri heilsu aldraðra. Hjúkrunarfræðingar þurfa að kynna sér viðbótarmeðferðir til að geta veitt leiðsögn um notkun þeirra.

Samþykkt: 
 • 24.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8694


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Ólafsdóttir.pdf306.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna