is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8702

Titill: 
 • Þekking sjúklinga á blóðþynningarmeðferð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar fræðilegu samantektar var að kanna þekkingu sem sjúklingar á blóðþynningarmeðferð hafa, með tilliti til hvaða mælitæki séu notuð til að meta þekkingu, hvaða fræðsluaðferðir séu árangursríkar og hvað hefur áhrif á meðferðarheldni sjúklinga. Gagna var aflað í gagnagrunnum Scopus og Hirslunni. Leit var takmörkuð við sjúklinga á blóðþynningarmeðferð.
  Niðurstöður sýndu að þekking sjúklinga á blóðþynningarmeðferð er almennt ábótavant. Þegar bornar voru saman fræðsluaðferðir, þá eru sérhannaðar fræðsluaðferðir að veita sjúklingum betri þekkingu heldur en sjúklingum sem fengu venjubundna fræðslu frá heilbrigðisstarfsfólki. Sjúklingar sem fá sérhannaða fræðslu eru oftar meðferðarheldnir og hafa stjórn á meðferð heldur en sjúklingar sem fá venjubundna fræðslu. Þekking minnkar með hækkandi aldri, hins vegar eykst þekking með aukinni menntun. Aftur á móti fundust ekki tengsl milli þekkingar og meðferðarheldni. Rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar á Íslandi sem meta þekkingu og meðferðarheldni sjúklinga á blóðþynningarmeðferð.
  Þekking á blóðþynningarmeðferð er mikilvæg því áhættuþættir eru alvarlegir, fræðsla þarf því að vera ítarleg og eftirfylgni eftir útskrift.
  Lykilorð: þekking sjúklinga, sjúklingafræðsla, segavörn og meðferðarheldni

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this systematic review was to explore the patient´s knowledge of anticoagulant therapy, in relation to what measuring instruments are used to evaluate knowledge, which educational methods are effective and factors affecting patient´s adherence. Data was collected from database Scopus and Hirslunni. The search was limited to patient´s on anticoagulant therapy.
  The result revealed that patient´s knowledge on anticoagulant therapy is in general inadequate. When comparing educational methods. Custom made educational methods provide patients a better knowledge, than those who received routine education from healthcare professionals. Patients who received custom made education have a better adherence and control of therapy, than patients who received a routine education. Knowledge decreases with increasing age however higher education increases knowledge. In contrast, relationship between knowledge and adherence was not found. Research has not been conducted in Iceland to assess knowledge and adherence of patients on anticoagulant therapy.
  Knowledge of anticoagulant therapy is important because risk factors are severe. Education must be comprehensive and follow-up post discharge.
  Keywords: patient knowledge, patient education, anticoagulation and adherence

Samþykkt: 
 • 24.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8702


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þekking sjúklinga á blóðþynningarmeðferð.pdf424.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna