is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8705

Titill: 
 • „Svo stór er veröld.“ Steingrímur Thorsteinsson og Sándor Petőfi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um fjölbreytt og óvænt bókmenntatengsl tveggja rómantískra skálda, Steingríms Thorsteinssonar og Sándor Petőfis. Þau tengsl hafa hingað til verið lítið rannsökuð og aðalmarkmið ritgerðarinnar er að bæta úr þessari yfirsjón fræðimanna og þannig stuðla að því að Steingrímur fái veigameiri kafla í íslenskri bókmenntasögu. Með
  völdum dæmum úr verkum beggja skálda er sýnt fram á að greina megi sameiginlega hugmyndafræði, efnisval og orðalag í ljóðum þeirra varðandi náttúruskynjun, þjóðernishyggju og hlutverk skálda í samfélaginu.
  Ritgerðin leitar einnig svars við þeirri spurningu hvernig Steingrímur hafi kynnst Petőfi og í því samhengi er rýnt í sögu samanburðarbókmennta. Þá er í ritgerðinni ennfremur skoðað hvernig val Steingríms á Petőfi-ljóðunum mótaðist hugsanlega af þeim hugsjónum og kenningum sem hann tileinkaði sér í lífshlaupi og listsköpun. Notaðar eru heimildir frá báðum menningarheimum.
  Í inngangi er helstu einkennum rómantísku stefnunnar lýst. Í 2. kafla er sjónum beint að nálgun beggja skálda að náttúrunni. Í 3. kafla er athugað hvernig tengsl skáldanna þróuðust og farið yfir viðeigandi heimildir. Í 4. kafla er gerð greining á völdum ljóðum Petőfis og þýðingum Steingríms á þeim, sömuleiðis á ýmsum dæmigerðum einkennum þessara ljóðaþýðinga Steingríms. Í 5. kafla eru þjóðernisbaráttan og skáldlegar birtingarmyndir hennar til skoðunar, bæði í gegnum frumkveðin og þýdd ljóð. Rætt er hvernig kveðskapur skáldanna endurspeglar hvor annan í þessu samhengi. Í lokakaflanum er síðan sagt frá möguleikunum sem eru enn fyrir hendi á þessum rannsóknarslóðum.

Samþykkt: 
 • 24.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð til B.A.-prófs_Csaba Oppelt.pdf317.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna