is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8708

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar matskvarða á tölvuleikjavanda
  • Titill er á ensku Psychometric properties of problemtic gaming scale
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Próffræðilegir eiginleikar matskvarða um tölvuleikjavanda, Game Addiction Scale (GAS), voru athugaðir. Skoðuð var bæði fjögra þátta lausn og eins þátta lausn á 21 atriða útgáfu kvarðans sem og eins þátta lausn styttri útgáfu kvarðans. Áreiðanleiki 21 atriða kvarðans var alfa=0,93 og sjö atriða kvarðans var alfa=0,86. Réttmæti kvarðans var athugað með því að athuga fylgni við tölvuleikjaspilun og fylgni við matskvarðann Problem Video Game Playing – Revised (PVP-R) sem hafði áður verið lagður fyrir hérlendis. Réttmæti kvarðans reyndist viðunandi og kom í ljós að fylgni við tíma varið í spilun reyndist hærri fyrir GAS heldur en fyrir PVP-R. Skoðuð voru þrjú mismunandi viðmið um tölvuleikjavanda út frá sjö atriða útgáfu kvarðans og kom í ljós að 1-5% þátttakanda uppfylltu viðmið um tölvuleikjavanda, drengir uppfylltu frekar viðmið um tölvuleikjavanda heldur en stúlkur. Einnig var skoðað fylgni kvarðans við námsárangur, tómstundir, búsetu, tölvuleikjategundir o.fl.. Kom í ljós að þeir sem eiga í vanda spila frekar skotleiki, fjölnotendaspunaleiki (MMORPG), ævintýraleiki og leiki bannað fyrir yngri en 18 ára. Einnig var skoðað hvort að einhver munur væri á því hvernig tölvuleiki kynin spila og kom í ljós að drengir spila flestar leikjategundir meira en stúlkur að frátöldum tónlistar og partýleikjum, uppbyggingarleikjum og netleikjum.

Samþykkt: 
  • 24.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8708


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð, loka.pdf460.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna