is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8716

Titill: 
  • Niður úr skýjum fullorðinsáranna : rannsókn á áhrifum húsgagna á leikskólanum Aðalþingi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Leikskólar geta verið misjafnir vinnustaðir og oft skapast umræður um langvarandi hávaða, líkamlega þreytu og orkuleysi. Í hönnunarnámi er talað um hversu mikil áhrif hönnun getur haft á fólk og umhverfi. Heimsókn í rannsóknarleikskólann Aðalþing í Kópavogi leiddi ýmislegt áhugavert í ljós. Skólinn tók til starfa árið 2009 og tekur meðal annars mið af aðferðarfræði Reggio Emilia þar sem umhverfið skiptir miklu máli. Í viðtali við starfsfólk var rætt um val og áhrif húsgagna í leik og starfi. Reynslan hefur sýnt þeim að hávaði og endurkast hljóðs er mismunandi eftir húsgögnum og að rétt uppröðun og val geti skipt sköpum, bæði fyrir starfsfólk og börn. Þrátt fyrir ungan aldur er margt í umhverfinu sem gerir leikskólanum erfitt fyrir en reynsla og þekking starfsmanna hefur náð að gera hann að áhugaverðum leikskóla sem verðugt var að skoða nánar.
    Talað var við Kópavogsbæ og rætt um hver aðkoma þeirra var að byggingu og vali húsgagna á Aðalþing. Fram kom að mjög óheppilega hafi verið staðið að málum, uppbygging húsnæðisins hafi stangaðist á við hugmyndafræði skólans og ekkert hafi verið hugsað út í hana þegar reksturinn var boðinn út. Einnig hefði mátt verja meiri tíma í val á húsgögnum. Jafnframt var talað við íslenska húsgagnaframleiðendur og innflytjendur en þar kom meðal annars fram að mikið er keypt eftir stöðluðum listum og lítið farið út fyrir hann. Verð skiptir miklu máli og dýrt er að prófa eitthvað nýtt. Ýmsar leikskólarannsóknir voru skoðaðar og samkvæmt Hagstofu dvelur mikill fjöldi barna 8 klst. eða lengur á leikskólum landsins á dag. Hugflæði höfundar og vangaveltur um hvaða kröfur gott leikskólahúsgagn þarf að uppfylla er tekið fyrir, jafnframt hvað gæti haft áhrif á Aðalþing og hvernig.
    Í lokaniðurstöðum er meðal annars bent á að að nýta þurfi betur margra ára, jafnvel áratuga, leikskólareynslu starfsfólks í hönnun og framleiðslu hér á landi. Val Kópavogsbæjar á húsgögnum hefur ekki auðveldað starfið á leikskólanum en hugsanlega gert það að verkum að meira er nú hugsað út í hvað keypt er. Þegar á heildina er litið má telja að húsgögn hafi mikil áhrif á umhverfið á Aðalþingi, bæði góð og slæm.

Samþykkt: 
  • 25.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf510,58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna