is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/872

Titill: 
  • Nýting þekkingarstjórnunar og sprungulíkans þjónustu til hagsbóta fyrir Vegagerðina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Innleiðing þekkingarstjórnunar hefur farið hratt vaxandi undanfarin ár og áratugi,
    sífellt fleiri fyrirtæki eru farin að gera sér ljóst hveru mikill auður býr í þekkingu
    starfsmanna, þennan þekkingarauð er hægt að nýta til að ná samkeppnisforskoti á
    markaði en einnig til að auka þjónustugæði fyrirtækja.
    Þekking er öllum fyrirtækjum mikilvæg, hún getur verið mikilvægt vopn í harðri
    samkeppni og styrkt stöðu á markaði. Markviss miðlun þekkingar innan fyrirtækja
    stuðlar að betri starfsanda og betri þjónustu við viðskiptavini.
    Þjónustufyrirtækjum er mikilvægt að gera sér nákvæma grein fyrir hverjar
    væntingar viðskiptavina eru til þjónustunnar, sprungulíkan þjónustu getur hjálpað
    til við að átta sig á hvar þjónustan uppfyllir ekki væntingar.
    Gerð var könnun til að skoða innleiðingu þekkingarstjórnunar hjá Vegagerðinni á
    Vesturlandi, hvort að markvisst væri staðið að innleiðingu hennar. Einnig var gerð
    könnun til að átta sig á hvort að framsetning vetrarþjónustu uppfyllti kröfur
    vegfarenda. Niðurstöður skoðaðar í fræðilegu samhengi.
    Þekkingarstjórnun er notuð að talsverðu leiti innan Vegagerðarinnar þrátt fyrir að
    hafa ekki verið innleidd á markvissan hátt. Einnig komu fram vísbendingar um að
    sprungulíkan þjónustu væri gagnlegt fyrir Vegagerðina til að endurmeta hönnun og
    framsetningu þjónustu.
    Niðurstöður benda til að Vegagerðin hafi ákveðin tækifæri til að nýta þekkingu
    starfsmanna enn betur, og einnig þarf að endurskoða framsetningu þjónustu.
    Lykilorð:
    Þekkingarstjórnun, Sprungulíkan, Vegagerðin, Vesturland, Þjónusta.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/872


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lok 2106 oli kr.pdf1,43 MBTakmarkaðurNýting þekk - heildPDF