Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8720
Biomimicry snýst um að skoða virkni þeirra fjölmörgu og ólíku lífvera sem búa þarna úti, og reyna að finna út hvernig við getum líkt eftir fágaðri virkni þeirra í hinum manngerða heimi. Þegar vel er gert, eru bíómimískar aðferðir ekki bein eftirherma eftir náttúrunni, heldur er náttúran aðeins notuð sem innblástur við að nýta grunnreglur náttúrunnar við að skapa. Hugmyndir og aðferðir eru fengnar að láni úr uppskriftabók náttúrunnar.
Náttúrunni hefur tekist að búa til ótrúlegustu efni og hluti. Til að mynda skel sjávarsnigilsins Abalone sem er tvisvar sinnum sterkari en sterkustu hátækni keramikefnin okkar. Lím kræklinga sem virkar neðansjávar og festist við allt og nashyrningshorn, sem geta gert við sig sjálf, jafnvel þó að í þeim séu engar lifandi frumur.
Við erum á barmi byltingar í efnamálum, byltingar sem mun að öllum líkindum vega á við Járnöldina og Iðnbyltinguna. Ef við mannfólkið ætlum að ná að lifa af á þessari plánetu næstu árþúsundin, þá er líklegasta leiðin til að við náum að gera það vel, hugmyndafræði biomimicry.
Biomimískar aðferðir fjalla um að búa til efni og virkni sem eru sérstaklega og fullkomlega gerð til þeirra nota sem þau eru ætluð í. Til þess er einungis notað hárrétt magn hráefnis og enginn úrgangur verður. Auk þess þegar upp er staðið, eru biomimískar aðferðir mjög hagkvæmar fyrir alla aðila. Ekki einungis náttúruna, heldur auka þær skilvirkni, afköst og orkunýtingu stórlega, sem er eftirsóknarvert fyrir öll fyrirtæki. Hér verður fjallað um þá vakningu sem hefur orðið og er að verða, í heimi hönnunar, arkitektúrs og verkfræði á þessu sviði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd.pdf | 458.94 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |