Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8723
Vöruhönnun er grein sem sameinar list, vísindi og tækni við að skapa hvort sem er áþreifanlega eða óáþreifanlega vöru. Það er áhugavert viðfangsefni að skoða stöðu vöruhönnuðarins og hvaða leið hann velur að fara í starfi sínu.
Sem dæmi um vöruhönnuð og leiðir sem hann velur fjalla ég um Sigríði Heimisdóttur sem hefur starfað hjá IKEA í rúman áratug en einnig stofnað eigið hönnunarfyrirtæki. IKEA er risavaxið fyrirtæki sem teygir anga sína um heim allan, það ber vörumerki sem flestir þekkja.
Vöruhönnuðir verða óhjákvæmilega fyrir ýmsum áhrifum, og þróast, eftir því sem líður á ferilinn. Spurningin er hins vegar þessi: fá hugsjónir, persónulegur stíll og sköpun að njóta sín hjá fyrirtæki eins og IKEA, sem setur jú hönnuðum og framleiðendum ákveðnar skorður og reglur? Að mínu mati hefur það haft áhrif á Sigríði að vinna sem hönnuður fyrir IKEA, innan um fjöldan allan af sérfræðingum úr ólíkum áttum og framleiðendum. Að einhverju leyti hefur hún þurft að laga hönnun sína að þeim skilyrðum sem IKEA setur á hverjum tíma, en fyrst og fremst tel ég að hún haldi séreinkennum sínum. Þó að hún hafi mögulega orðið fyrir áhrifum af því að hanna fyrir IKEA hvað varðar útlit á þeim vörum sem hún hannar, finnst mér hún hafa sterkan eigin stíl í hönnun sinni, einfaldan og stílhreinan, sem tekur ekki of mikið frá umhverfinu heldur fellur inn í það og leyfir öðrum húsgögnum og/eða hlutum að njóta sín líka.
Það kom í ljós að eldri konum líður betur og þær eru ánægðari á heimilum sínum en þær yngri. Það er skiljanlegt því þær hafa smám saman náð því að betrumbæta heimili sín með hverju árinu og hafa líklega meira fjármagn til þess á milli handanna. Því meira sem konur voru með af IKEA vörum inni í hverju og einu rými, því óánægðari voru þær með rýmið og því verr leið þeim. Líklega eru konur ekki stoltar af því að eiga IKEA vörur, þær hugsa þær kannski sem millibilsástand þar til þær hafa efni á dýrari húsgögnum og smáhlutum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd.pdf | 789.09 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |